Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 106
104
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
JUyí<y}>
Skandia Verken A/B.
Lysekil - Sviþjóð.
Skandia mótorinn er traustur.
Skandía mótorinn er sterkbygður.
Skandia mótorinn er aflmikill.
Skandia mótorinn er oliuspar.
Skandla mótorinn er nú mótora
ódýrastur.
Skandia mótorinn fæst með hag-
kvæmum greiðsluskilmálum.
Skandia mótorinn er besti vinur
fiskimannsins.
Skandia mótorinn fæst i stærðum
frá 3-320 hestöfl.
Allar frekari upplýsingar hjá
undirrituðum aðalumboðsmanni verk-
smiðjunnar, sem einnig hefur stór-
birgðir af varahlutum.
Carl Proppé
Reykjavik Simi 3385.
Skandia mótorinn með nýja pat-
entinu skarar fram úr flestum ef ekki
öllum hér þektum mótortegundum.
verk. Undir miðnættið var dyra-
bjöllu Aracoeli-klausturs hringt
ákaflega. Og er sá, er dyranna
gætti, var ekki nógu fljótur að
bregða við og ljúka upp, var bar-
ið að dyrum. Það var barið rögg-
samlega, eins og með hljómmikl-
um málmi, svo að heyra mátti um
endilangt klaustrið. Munkarnir
þustu samstundis upp úr rúmum
sínum. Allir þeir, sem þjáðst
höfðu af þungum draumum, risu
upp með andfælum og héldu, að
nú væri Andkristur kominn.
En þegar upp var lokið — þeg-
ar upp var lokið, stóð litla Krists-
líkanið úti fyrir klausturhliðinu.
Það var litla höndin þess, sem
tekið hafði í bjöllustrenginn, það
var litli fóturinn þess í gullskón-
um, sem sparkað hafði svo rögg-
samlega í hurðina.
Dyravörðurinn tók hið heilaga
barn samstundis upp á arma sína.
Hann sá þá, að augu þess voru
tárvot. ó, vesalings bamið helga,
hafði gengið gegnum endilanga
borgina á næturþeli. Hvað hafði
ekki fyrir augu þess borið. öll sú
neyð, öll sú eymd, allir þeir lestir
og allir þeir mörgu glæpir.
Það var ægilegt til þess að hugsa,
er það hlaut að hafa orðið að
reyna.
Dyravörðurinn gekk rakleitt