Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 108
106
Kraftaverk Andkrists.
[Stefnir
Sportfatnaður.
Qxfordbuxur
Pullovers
Pokabuxur
Slipovers.
Ullarsportsky tur
Leðurbelti, Sportsokkar
Enskar húfur
Nærfatnaður
Alpahúfur
í stóru úrvali.
GEYSIR.
„Br^ður, látum oss syngja Te
Deum og klæða súlur kirkjunnar
silki og kveikja öll vaxkertin og
alla lampa, og vér skulum halda
mikla hátíð“.
„Meðan klaustrið hefir staðað,
hefir það verið heimkynni óttans
og bústaður bölvunarinnar, en
fyrir sakir þjáninga allra þeirra,
sem hér hafa dvalið, hefir guð
auðsýnt oss miskunn. Öll hætta
er nú hjá liðin“.
„Guð hefir krýnt stríð vort
sigri, og það, sem þér hér sjáið,
er tákn þess, að Andkristur muni
eigi tignaður á Kapitolium“.
„Því til jarteikna þess, að orð
völvunnar skuli ekki ná fram að
ganga, hefir guð sent oss fals-
mynd þessa, er ber kjörorð And-
krists á kórónu sinni, og hann
hefir látið oss tigna hana og til-
biðja, sem væri hún líkan sú, er
megnar að gjöra kraftaverk“.
„En nú getum vér allir hvílst í
fögnuði og friði, því hið myrka
mál völvunnar er fram komið, og
Andkristur hefir hlotið tilbeiðslu
á þessum stað“.
„Voldugur er drottinn, hinn
almáttki, sem hefir gjört hinn
skelfilega ótta vorn að engu og
framkvæmt vilja sinn, án þess að
mannkynið hafi þurft að líta
skrípamynd manns sonarins aug-
um“.