Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Blaðsíða 111
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
109
TIMBURHLÖÐUR
okkar við Vatnsstíg 6, Hverfísg. 54, Laugareg 39. —
allar samliggjandi — hafa venjulegast úr nægum bírgð-
um að velja. — — — — —---— —
Vinnustofa með nauðsynlegum trésmíðavélum af nýjustu
gerð, býr til allskonar lista til húsagerðar o. fl. — og
þurkun á timbri, á skömmum tima. eftir nýjasta og
bezta útbúnaði. — — —-------
Timburkaup verða því enn hagkvæmari en áður fyrir
alla, sem gera þau i Timburverzlun
ARNA JÓNSSONAR.
Simi 1333 (2 linur). Reykjavik.
Simnefni: Standard.
leiddi, að líkanið barst um allar
álfur heimsins.
Og hvervetna, er það kom, var
sem drægi úr veldi Krists, án
þess þó að nokkur gæti gert sér
grein fyrir, hvað var þess vald-
andi, því vart gat þann hlut, er
væri meir lítilmagna að sjá, en
þetta fátæklega líkan úr álmviði,
skreytt látúnshringum og gler-
perlum.
Þá, er hin auðuga, enska kona,
sem fyrst átti líkanið, lézt, gekk
það að erfðum til annarar auð-
ugrar konu, enskrar, sem einnig
var á sífelldu ferðalagi, og að
henni látinni til hinnar þriðju.
Eitt sinn, það var meðan líkan-
ið var í eigu fyrsta eigandans,
barst það til Parísar.
Þá er það var flutt inn í hina
miklu borg, geysaði uppreisn í
borginni. Trylltur múgurinn æddi
æpandi fram og aftur um stræt-
in, og hrópaði á brauð. Hann
rændi búðir og varpaði grjóti á
hallir auðmannanna. Herdeildir
voru kvaddar út á móti honum, =:n
þá reif hann upp steinlagning
strætanna, dró saman akfæri og
húsgögn og þvergirti göturnar.
Og er hin auðuga, enska kona
kom akandi í stóra ferðavagnin-
um sínum, ruddist múgurinn að