Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Síða 115
Stefnir]
Kraftaverk Andkrists.
113
ina, og áður en kveld var komið,
ríkti friður og skipulag um alla
hina miklu borg.
Enska konan sendi þá út þjóna
sína, að leita þess er hún hafði
týnt af farangri sínum, og þeir
fundu sitt af hverju, þótt ekki
kæmi allt í leitirnar. Á hinu yf-
irunna strætisvirki fundu þeir
fyrst af öllu, hinn útskúfaða frá
Aracoeli-kirkjunni.
En maðurinn, sem meðan á bar-
daganum stóð fékk fræðslu hjá
líkaninu, tók að boða heiminum
nýja trú, trú, sem er nefnd social-
ismi, en er andkristindómur.
Trú, sem elskar og afneitar,
gleðst og þjáist eins og hin kristna
trúin svo að hún líkist henni í öll-
um greinum, alveg eins og fals-
aða líkanið frá Aracoeli líktist
hinu eina og sanna Kristlíkani í
öllum greinum.
Hún segir eins og falsaða lík-
anið: „Ríki mitt er einvörðungu
af þessum heimi“.
Og þótt líkan það, sem breitt
hefir út kenningu þessa, sé öll-
um ókunnugt og lítið beri á því,
er ekki sama máli að gegna um
trú þessa. Hún fer um allan heim
til þess að frelsa hann og gjör-
breyta honum.
Hún breiðist út dag frá degi.
Hún fer um öll lönd og ber mörg
8