Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 117
BARÁTTAN
VIÐ RÚSSNESKA BÓNDANN.
ÚTDRÁTTUR ÚR TVEIM RITGERÐUM.
Eftir prófessor Anton Karlgren.
Þegar ungir menntamenn fyr-
ir 60—70 árum hófu frelsishreyf-
inguna rússnesku, byggðu þeir
sigurvonir sínar á bændastétt
landsins. Þeir héldu, að nægja
mundi að vekja hinn fátæka og
fyrirlitna rússneska bónda —
musjik — til þess að þjóðfélagið
með skjótum hætti breyttist úr
einvaldsríki Tsarsins í ríki jafn-
aðarmennsku. Þessi von reyndist
tálvon.
Nú er að nýju litið til hinna
rússnesku bænda, sem þess aðila,
er mest velti á um sigur sameigna-
stefnurinar og aftur hefir reynd-
in orðið hin sama og fyrir 60—
70 árum. Nú er það sýnt, að af
þeirri stétt er einskis styrks að
vænta, en að hún er hinn mesti
tálmi á vegi sameignafyrirkomu-
lagsins. Stalin hefir sjálfur sagt,
„að meðan ekki sé búið að skipu-
leggja líf og starf bænda eftir
sósíalistiskum reglum, sé brýn-
asta hættan sú, að auðvaldsfyrir-
komulag verði að nýju innleitt í
landinu". V aldhöf um Rússlands er
því mjög í mun að ryðja tálman
þessari úr vegi, og er viðureign
þeirra við bændur landsins áreið-
anlega, athyglisverðasti þátturinn
í framkvæmdum fimm ára áætl-
unarinnar. En iðnaðarmálin hafa
hingað til dregiðathyglinafráþví,
sem gerzt hefir og er að gerast
úti um sveitir Rússlands.
Haustið 1929 hófu bolsjevíkar
sókn sína á hendur bændum með
yfirgripsmiklum fyrirætlunum
um sameignarbúskap, sem koma
átti fótum undir sósíalismann í
sveitunum, en allar fyrri tilraun-
imar í þá átt höfðu misheppnast.
8*