Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 118
116
Baráttan við rússneska bóndann.
[Stefnir
Reítnaðir svartir
iÚEflMÍSHÓR
eins og myndin sýnir.
Karlmanna nr. 40-46 kr. 5.50
Drengja — 36-39 — 4.50
Unglinga — 29-35 — 3.50
Hvannbergsbræður.
Skóverslun.
Reykjavík. Akureyri.
Og þó höfðu slík ríkisbú eða sam-
eignarbú verið eitt af því, er Len-
in hafði fremst á stefnuskrá sinni,
er hann tók völd.
Það voru einkum tvær brýnar
ástæður, sem leiddu bolsjevíka til
þess að draga ekki lengur en til
ársins 1929, að hefja sókn á
hendur bændastétt Rússlands.
í fyrsta lagi höfðu þeir ótta af
þróun þeirri, sem orðið hafði í
sveitunum eftir byltinguna. Len-
in hvarf í rauninni frá fyrirætlun-
um sínum, er hann lét bændur
skifta jarðeignum landsins milli
sín til einkareksturs, en tók und-
an aðeins lítinn hluta þeirra, í
því skyni að reka þar stórbú (rík-
isbú og sameignabú). Hafði þró-
unin stefnt óðum í auðvaldsátt-
ina. Kom þetta meðal annars
fram í því að nú myndaðist ný
tegund eignamanna — sú stétt
stórbænda, sem ,,Kulakar“ nefn-
ast. Það voru menn, sem með at-
orku og dugnaði, og sumpart með
harðfengi, höfðu aflað sér vel-
megunar — sem að vísu var harla
smávægileg, eftir mælikvarða
Vesturlanda — en þó meiri en al-
menningur þar eystra átti að
venjast, enda að nokkru leyti á
hans kostnað fengin. Stétt þessi
átti sér engan tilverurétt, í henni