Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 119
Stefnir]
Baráttan við rússneska bóndann.
117
var hætta fólgin, og hana þurfti
að kveða niður.
í öðru lagi hafði takmark það,
er bolsjevíkar höfðu sett bænda-
pólitík sinni reynst óframkvæm-
anlegt. Takmark þeirra var: að
ef bændur reyndust ófáanlegir til
að gangast undir þjóðnýtinga-til-
raunirnar, skyldu þeir þó neyddir
til að leggja fram fjármagn til
slíkra tilrauna á öðrum sviðum.
Var nú hafin margþætt fjárkúg-
un gegn bændum, en móti henni
létu þeir koma meira eða minna
skipulagða sölu-neitun á korni til
ríkisvaldsins, gegn hinu lága sölu-
verði, er ríkið ákvað. Afleiðingin
varð sú, að þótt' uppskera færi
batnandi, reyndist með öllu ó-
mögulegt að fá keyptar af bænd-
um þær kornbirgðir, sem nægt
gætu til útflutnings — en hann
var lífsnauðsyn — og reyndist
jafnvel oft erfitt að fá nægilegt
korn til neyzlu handa hinum
, stærri borgum. Þetta ástand var
óviðunandi og hér var nauðsyn-
legt að grípa kröftuglega í taum-
ana.
í þríðja lagi var það einnig
ljóst, að þótt uppskeran færi held-
ur vaxandi, yrði að gera sérstak-
ar ráðstafanir til þess að rétta
landbúnaðinn við. Uppskera árs-
ins 1913 nam 80 milj. smálesta;
Fjárkláði og ormaveiki
í sauðíje
Læknast með lyfjum frá
COOPER
Coopers liaðduft — Ormatöflur
Albyn lögur
Albyn baðsápa
Svarta baðlyfið.
Garðar Gislason
Umboðsmaður Reykjavík.
en árin 1927—’29 var hún frá 71
—73 milj. smál. Fyrir stríð kom
aðaluppskeran frá hinum stóru
og vel yrktu ökrum stór-jarðar-
eigendanna. Við skiftingu jarð-
eignanna kom afturförin af sjálfu
sér. Varð því að sjá svo um, að
stórjarðirnar risu upp að nýju
með öðru fyrirkomulagi.
Var því áætlan Lenins um stór-
búin dregin upp úr pappírskörfu
þeirrl, sem hann hafði stungið
henni í, og nú átti að snúa sér að
því að fá bændur til að ganga í
sameignarbú í stórum stíl. Fyrst
og fremst átti að skipuleggja
störf bænda og aðal-atvinnu-
grein landsins, eftir sameignar-