Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 121
Stefnir]
B'aráttan við rússneska bóndann.
119
bændum gekk svo fram úr hófi,
^ð jafnvel innan flokks bolsjevíka
varð áköf mótspyrna á móti
henni, annaðhvort af mannúðar-
ástæðum, eða þá af því, að menn
sáu, að það var hámark heimsku
að brytjai kjarna bændastéttar-
innar þannig niður. Var ekkja
Lenins, frú Krupskaja, meðal
þeirra, er á móti mæltu. Menn
hlutu líka að óttast áhrif hins
mikla skepnudráps, á viðurværi
þjóðarinnar, í framtíðinni, enda
var nú blásið til undanhalds.
Snemma árs 1930 lét Stalin birta
grein eftir sig, og í henni lýsti
hann yfir því, að kapp það, sem
lagt hefði verið á að koma upp
sameignarbúunum væri á mis-
skilningi byggt. Kvað hann það
•ekki hafa verið vilja stjómarinn-
ar að beita hörku, og ætti hún
enga sök á því, sem ýmsir flokks-
skussar hefðu gert í þá átt af of-
urkappi. Bændum væri vitanlega
heimilt að ganga úr sameignarbú-
unum. En í asanum gleymdist
eitt, og það var að bæta misrétti
það, er sjálfseignarbændur höfðu
beittir verið. Afleiðingin af grein
Stalins varð sú, að bændur rudd-
ust úr sameignarbúunum, hverju
af öðru, og mundu hafa gjöreytt
jpeim, ef ekki hefði verið tekið í
laumana.
Bjóðið
llcildvcslun Garðars Gíslasonar
Rcykjavík til kaups’
m o g aðrar
landbúnaðarvörur.
Stjómin var ekki horfin frá
fyrirætlunum sínum, en af reynsl-
unni hafði hún lært að beita varð
nokkru mýkri þvingunarbrögð-
um, enda var nú búið að vinna
mesta óþrifaverkið — útrým-
ingu sjálfseignarbændanna. Nú
skyldi unnið með fortölum og
jafnhliða skyldi þeim bændum,
sem ekki vildu ganga inn í sam-
eignarbúin gert svo erfitt fyrir
efnalega, að þeir neyddust til að
leita þangað af einskærri sjálf-
bjargarhvöt.
Samtímis skyldi reynt að vinna
bændur með því að bjóða þeim
upp á sameignarbúskapar-fyrir-
komulag, sem samfara var nokk-
urskonar einkabúskapur. Á þess-
um nýju sameignarbúum —
Sovkhoser — áttu bændur í raun-
inni ekki að vera annað en vinnu-
menn ríkisins, er réði kaupi