Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 123
Stefnir]
Baráttan við rússneska bóndann.
121
ingu hugðust menn að vekja á-
byrgðartilfinningu bóndans og
örfa hann til vinnu með því að
láta hann vinna eitt og sama
verkið
Hin breytingin tók til skift-
ingarinnar á afrakstri búsins —
vitanlega eftir að stjórnin hafði
tekið sinn skerf. — Áður átti
hver bóndi að fá þann skerf, er
svaraði til þarfa hans og var sú
regla í fyllsta samræmi við jafn-
aðarmennskúna. — En nú var
horfið frá henni. Nú skyldi skift-
ing arðsins miðuð við þá vinnu,
er hver og einn afkastaði —
skyldi tekið tillit til vinnutímans
og þess hve erfitt verkið væri;
erfið vinna og vandasöm skyldi
launuð 3—4 sinnum hærra en létt
verk og vandalaust.
Þótt ekki væri meira en ár síð-
an sjálfseignarbændunum var
rutt úr vegi, af þeirri sök, að þeir
unnu, en aðrir slæptust, var nú
tekið það ráð að verðlauna þá, er
fylgdu dæmi þeirra.. Þessi mis-
munandi launagreiðsla var ann-
arsvegar tilslökun við fjárafla-
löngun einstaklingsins, en hins-
vegar stefndi hún að því, að knýja
letingjana til að vinna, þar eð
þeir annars hlytu að svelta, og er
í sjálfu sér ekkert út á það að
Vátryggið gegn
ELDI,
hjá British Dominions
Insurance Co
London.
Garðar Gíslason
Umboðsmaður Reykjavik.
setja, þótt hún sé mjög svo vafa-
söm frá sjónarmiði kommúnista.
Nú þóttust menn vera búnir að
gera mikið að því að koma
skriði á Kalkhos-búskapinn og
geta beðið vongóðir eftir upp-
skeru haustsins 1931. En útkom-
an varð önnur en við var búist,
og var í lengstu lög reynt að
breiða yfir það. En hið sanna
hlaut að koma fram. Uppskeran
varð einar 70 miljónir smálesta,
eða ekki nægileg til innanlands-
neyzlunnar einnar saman. Árið
1913 hálfsvalt rússnesk alþýða,
eins og hún átti að venjast á keis-
aratímunum, en neytti þá 72
miljóna smál. korns (8 miljónir
smál. voru fluttar út), en nú átti
öll rússneska þjóðin, sem fjölgað
hefir um 25 miljónir að draga
fram lífið á 70 miljónum smá-