Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 124
122
Baráttan við rússneska bóndann.
[Stefnir
lesta — að segja, ef ekkert korn
væri flutt úr landi — en útflutn-
inginn var ómögulegt að hindra.
Og þar á ofan saup þjóðin enn
seyðið af hinu takmarkalausa
skepnudrápi tveim árum áður —
landið var nálega sláturdýra-
laust.
Veturinn 1931—’32 varð sá
fyrri tveggja hallærisvetra, er
gengu yfir Rússland. Vonirnar um
að sameignarbúskaparlagið megn-
aði að efla jarðrækt landsins
hafði brugðist hraparlega. Bónd-
anum hætti að þykja vænt um
jörðina, þegar hann átti hana
ekki lengur, og hann vildi ekki
vinna, úr því að hann mátti ekki
hirða afrakstur vinnunnar. Þetta
voru staðreyndir’ sem ekki var til
neins að bera á móti.
Hvað átti nú til bragðs að
taka? Því var svarað á þá leið:
Halda áfram í sama horfinu og
áður. Þröngva kosti þeirra bænda,
sem óánægðir væru með samvinnu-
búskapinn, svo að þeim yrði
hvergi vært utan hans. Óánægja
bænda var gífurleg. Er þeir sáu
að kornforði sá, sem eftir var
skilinn, þegar ríkið var búið að
taka sinn skerf, var hvergi nærri
nægilegur til framfærslu þeirra,
yfirgáfu þeir búin og leystist all-
ur fjöldi þeirra upp. Til þess að
stöðva útstreymi þetta var svo
tekið enn harðar á þeim bændum,
er enn bjuggu einkabúskap.
Á hina hliðina var svo reynt að
sætta samvinnubændur við sam-
vinnubúskaparlagið og örfa þá til
að afkasta meiru. Var því farið
inn á þá miðlun, að bændur
skyldu mega fara með það af
korninu, er í þeirra hluta féll,
eftir eigin vild, t. d. selja það á
frjálsum markaði, þar sem verðið
var 10—20 sinnum hærra, en
verð það, er ríkið greiddi. ,,Eg vil
heldur deyja, en leyfa bændum
að selja sjálfir kom sitt“, sagði
Lenin, en nú urðu þeir, sem við
höfðu tekið af honum, að grípa
til þessa ráðs, mitt í sókn sinni á
hendur bændum.
Landbúnaðarbarátta ársins
1932 var undirbúin með því að
umturna sameignar-rekstursað-
ferðum með tilslökunum í áttina
til einkabúskapar, sem áður þótti
óhæfur. Við hneigð bænda til að
lifa einstaklingslífi og bera úr
býtum arð eftir dugnaði og at-
orku — í stað þess að launa iðju-
leysingjanum jafnt og dugnað-
armanninum. Fram eftir sumri
1932 áætluðu menn að uppsker-
an mundi verða um 8 miljónum
smálesta meiri en árið áður. Eft-
ir ráðagei’ðum fimm ára áætlun-