Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Qupperneq 125
Stefnir]
Baráttan við rússneska bóndann.
123
arinnar átti uppskera ársins 1932
að verða 105 miljónir smál. — En
hún varð ekki einu sinni 80 milj-
ónir. Hin raunverulega tala yar
milli 68—70 miljóna smálesta.
Áætlað var að þetta ár mundu
fást 20 miljónir smál. af sykurró-
um, en urðu 10. Og þessi voru
hlutföllin hvarvetna. V'erst var
þó ástandið með skepnuhöldin.
Fimm ára áætlunin gerði ráð fyr-
ir, að í lok ársins 1932 yrðu til 80
miljónir stórgripa, 34 milj. svína
og 160 milj. sauðfjár, en hinar
raunverulegu tölur voru 29.10 og
47 miljónir. Ástæðan var augljós.
Ríkið hafði ekki reynst megnugt
að útbúa landbúnaðinn að nauð-
synlegum tekniskum hjálpartækj-
um, t. d. nam dráttarvélafram-
leiðsla þess ekki meiru en tveim
miljónum hestafla, en hvergi
nærri fullgiltu þeim 7 miljónum
hesta, er fallið höfðu við niður-
skurðinn og vanhirðu sameignar-
búanna árið 1929—’30. Þá mátti
ekki síður rekja hnignunina til
þeirrar óbeitar, sem bændur
höfðu á hinni nýju búskaparað-
ferð, og sem kom fram í margs-
konar hirðuleysi og vanrækslu,
svo sem til dæmis því, að sleppa
að plægja akrana, en sá í þá ó-
plægða. — Og ekki nóg með, að
stjómin stóð ráðalaus uppi gegn
Heildverzlun
Garðars Gíslasonar
í Reykjavík og Hull.
Selur eða útvegar alls-
konar erlendar vörur og
kaupir flestar ísl. afurðir.
þessari „deyfð bænda“, er Stalin
nefndi. — Hún var jafn vanmegn-
ug gegn því, hvernig þeir ráð-
stöfuðu afrakstri jarðanna. Mót-
þrói bænda móti stjórninni fór
vaxandi og varð meiri en nokkru
sinni áður haustið 1932.
Það voru og engar smáræðis-
kröfur er stjórnin gerði til bænda.
— Fyrir málamyndaborgun, en
í raunipni endurgjaldslaust, áttu
samvinnubúin og ,,einka“-bænd-
ur að láta af hendi 17 miljónir
smálesta korns eða 1/4 uppsker-
unnar. Auk þess urðu þeir, sem
þó þurftu kornsins með til við-
urværis sér og sínum, til skepnu-
fóðurs, og til útsæðis, að láta af
hendi annan 1/4 sem leigu fyrir
afnot dráttarvéla þeirra og ann-
ara landbúnaðarverkfæra, er
bændur gátu fengið leigðar á hin-
um svonefndu ,,traktor-stöðvum“