Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Page 126
124
Baráttan við rússneska bóndann.
[Stefnir
stjórnarinnar. Þegar búið var að
kría þetta út úr bændum áttu þeir
eftir helming uppskerunnar og á
honum áttu þeir, sem voru 80%
af allri þjóðinni, að draga fram
lífið til næstu uppskeru.
Var nú að undra, þótt bændur
sýndu sjálfsvörn gegn þessum
yfirgangi og beittu þeim vopnum,
sem þeir áttu kost á, en það voru
einkum unda-nbrögð. Kornið
hvarf af ökrunum áður en til upp-
skeru kom — eða það var slegið
þannig, að megnið af öksunum
varð eftir með hálminum, svo að
seinna mátti vinsa þau úr. Slegnu
korni var hnuplað af ökrunum og
kornflutninga-lestir stjórnarinn-
ar tæmdar, innbrot framin í korn-
forðabúrin o. s. frv.
Stjórnin fór að verða raunveru-
lega smeyk og óttaðist að hér væri
gagnbylting í aðsigi. Hún sendi
heila herskara flokksmanna
sinna út um sveitir sem fulltrúa
sína, en flestir gengu þeir í lið
með bændum.
Við árslok 1932 var sameign-
arstarfsemin því í mikilli hættu
stödd. Að vísu voru um 62.4% af
bændum landsins í þessum hálf-
kommúnistisku stórbúum, sem
rekin voru á % hlutum jarðeigna
landsins. En bú þessi höfðu brugð-
ist hraparlega vonum um viðgang
landbúnaðarins, og mótþrói
bænda móti því, að skifta af-
rakstri þeirra með stjórninni, var
harðsnúnari en nokkru sinni fyr.
Bein afleiðing sameignarstefn-
unnar var sú, að veturinn 1932—
’33 varð hungursneyðin enn ægi-
legri en veturinn áður. Gat það
borgað sig, að halda með þráa. á-
fram fyrirtæki, sem vonlaust var
að heppnaðist? Um þetta voru
skoðanirnar skiftar innan sjálfr-
ar stjórnarinnar — en meiri hlut-
inn sat við sinn keip. Þeir sem
sýndu hik á sér voru reknir úr
flokknum, og hirtir svo sem við
þótti eiga. Það eina, sem gjört
var í tilslökunarátt var sú ákvörð-
un, sem þó varð ekki gerð heyr-
um kunn — að halda ekki lengra
að sinni, en reyna að halda við
þeim sameignarbúum, sem á voru
komin.
En til þess að ráða niðurlögum
bænda, þurfti sýnilega að breyta
um aðferð. Hingað til hafði verið
látið undan síga mótþróa þeirra,
en nú skyldi það dekur vera á.
enda. Væri nú kominn tími til>
sögðu menn, að taka eftirminni-
lega í hnakkadrambið á bænda-
stéttinni.
Engar tilslakanir gegn bænd-
um! Fyrst og fremst varð að
knýja þá til að láta komið af