Sagnir - 01.04.1989, Page 10
Þóra Kristjánsdóttir
Víðimýrarkirkja, teikning eftir Jón Helgason biskup frá 1919.
Hörður lýsir því næst ferð um
Vestfirði og merkum húsum á þeirri
leið. Greininni fylgja ljósmyndir,
uppdrættir og sögulegar upplýsing-
ar. Hún er upphaf að fjölmörgum
slíkum sem Hörður kemur á fram-
færi í Birtingi og víðar og er afrakst-
ur rannsóknaferða hans um landið í
þeim tilgangi að opna augu manna
fyrir því að virða sjónrænan menn-
ingararf þjóðarinnar. Til þessa verk-
efnis-hlaut Hörður styrk úr Vísinda-
sjóði og vann verkið að nokkru leyti
í samráði við Þjóðminjasafnið, fyrst
sumarið 1961, og síðan í allmörg ár
þar á eftir.
í skýrslu um Þjóðminjasafnið
1965 er þess getið að Hörður hafi
enn á því ári hlotið styrk úr Vísinda-
sjóði til þess að ferðast um og rann-
saka, ljósmynda og mæla upp gömul
hús í sveitum og kaupstöðum. Sé
þetta starf að töluverðu leyti unnið í
samráði við Þjóðminjasafnið og all-
ur efniviður, sem safnist, eigi að
verða eign þess.7
Starfsmenn Þjóðminjasafnsins
höfðu þá á hundrað ára ferli þess
reynt að vekja áhuga landsmanna á
gildi gamalla húsa og mannvirkja en
þar var við ramman reip að draga.
Það var í svo mörg horn að líta,
hraðinn svo mikill á öllum sviðum,
mönnum lá svo á að byggja upp nú-
tímaþjóðfélag, að það var hvorki
tími né orka til þess að hlúa að því
gamla, — og skilningur á sögulegu
samhengi hlutanna takmarkaður
meðal almennings.
Þáttur Þjóðminja-
safnsins í húsafriðun
Sigurður málari Guðmundsson,
sem talinn er upphafsmaður Þjóð-
minjasafnsins, hefur haft mikinn
áhuga á fornri húsagerð og er að
finna í minnisbókum hans upp-
drætti af húsum og húsaskrauti, og
hugleiðingar um byggingarlag horf-
inna mannvirkja.
En elstu skjalfestu orðin, þar sem
beinlínis er hvatt til friðunar mann-
virkis á íslandi telur Hörður Ágústs-
son vera frá 1905, er Árni Björnsson
prófastur blandar sér í umræður um
nýja kirkjubyggingu á Víðimýri í
Skagafirði. Eigendur jarðarinnar
höfðu þá undirbúið smíði nýrrar
kirkju og hugðust rífa gömlu kirkj
una. Árni telur æskilegt að þegar ný
kirkja verði smíðuð,
gjörðist þess á einhvern hátt kost-
ur, að hin forna torfkirkja, sem er
vonum fremur stæðileg, fengi að
standa órifin, sem sýnishorn
kirkna frá eldri tímum, enda segir
kirkjueigandinn, að ýmsir mjög
merkir útlendingar hafi látið þetta
sama álit í ljósi.8
Margt varð til þess að tefja smíði
nýrrar kirkju, og á meðan fékk
gamla kirkjan að standa óáreitt. Það
var svo loks 1934 að Matthías Þórðar-
son þjóðminjavörður hefur frum-
kvæði að því að ríkissjóður kaupir
kirkjuna og afhendir Þjóðminjasafn-
inu til varðveislu.
Tuttugu árum áður hafði Matthías
gert átak til þess að bjarga fornum
byggingararfi og varðveita hann, er
hann fékk nokkra fjárhæð úr ríkis-
sjóði til þess að láta gera við hinn
forna skála á Keldum á Rangárvöll-
um 1914.9
Ekki virðist hafa orðið framhald á
slíkum fjárveitingum, og 1921 gekkst
Matthías fyrir almennri fjársöfnun til
þess að láta gera við Bessastaða-
kirkju, sem þá var bændakirkja og
hafði lítill sómi verið sýndur um
langan tíma.10 Það átak hefur haft
nokkur áhrif, því að árið 1923 er
Hóladómkirkja tekin á fornleifaskrá
og afhent Þjóðminjasafninu." Kirkjan
var þá í mikilli niðurníðslu, og lét
Matthías gera rækilega við hana og
færa til upphaflegs vegar eftir því
sem unnt reyndist.
Þar má segja að hefjist fyrir alvöru
varðveisla húsa og mannvirkja á
vegum Þjóðminjasafnsins, og átti
það starf eftir að þróast og hafa áhrif
meðal almennings og ráðamanna
víða um land. Nú eru 29 hús víðs
8 SAGNIR