Sagnir - 01.04.1989, Síða 14
Þóra Kristjánsdóttir
úr hinum ólíkustu stéttum þjóðfé-
lagsins sem áttu umhverfisvernd og
áhuga á menningararfinum sem
sameiningartákn. Frumkvæðið átti
stjórn Arkitektafélags íslands, en
formaður þess var þá Guðrún Jóns-
dóttir. Fékk Arkitektafélagið til liðs
við undirbúning stofnfundarins öll
aðildarfélög Bandalags íslenskra
listamanna og ungliðahreyfingar
stjórnmálaflokkanna, svo og ýmis
önnur félög svo sem Stúdentaráð
Háskóla íslands. Samtökin voru
stofnuð 1. desember 1972 eftir fjöl-
mennan útifund og blysför um mið-
borg Reykjavíkur. Tvímælalaust má
greina áhrif frá námsmannahreyf-
ingum þeim sem kenndar eru við
1968-kynslóðina þegar þessi mál
eru skoðuð. Sá hljómgrunnur sem
friðun húsanna fékk meðal almenn-
ings, jafnt menntamanna, sem ann-
arra, sem til þessa höfðu lítið sinnt
slíkum málum, og þær baráttuað-
ferðir sem viðhafðar voru, allt var
þetta tímanna tákn. Þessi fjölda-
hreyfing hafnaði þarna forræði yfir-
valda og tók upp nýjar baráttuað-
ferðir. Og baráttan átti eftir að
standa í mörg ár. Borgarbúar skiptust
í tvo andstæða hópa, þá sem vildu nýj-
ar glæsibyggingar á þessum stað í
hjarta borgarinnar og þá sem vildu
með öllum ráðum halda í menningar-
arfinn og gamla svipmót bæjarins.
Síðarnefndi hópurinn tók sig til eina
vornótt 1973 og málaði öll húsin,
þannig að þau gáfu fyrirheit um það
hvemig þau gætu prýtt borgina, ef
þeim yrði gert til góða. Og nýskipuð
húsafriðunamefnd lagði til hvað eftir
annað að þau yrðu friðuð, án árangurs.
Árið 1977 kviknaði í húsunum og tókst
naumlega að bjarga þeim frá eyðilegg-
ingu. Var talið að þar hefði verið um
íkveikju að ræða. Það var svo loks árið
1979 að þáverandi menntamálaráð-
herra, Vilmundur Gylfason, tók af skar-
ið og fékk samþykkt fýrir friðun hús-
29
anna.
Torfusamtökin gerðu stuttu síðar
leigusamning við íjármálaráðherra og
menntamálaráðherra um tólf ára um-
ráð yfir húsunum og endurreisn þeirra.
Næstu ár einbeitti hópurinn sér að við-
gerðum á húsunum, og hýsa þrjú hús
nú veitingastofur og listsýningarsal.
1985 var sett á laggimar sjálfseignar-
stofnunin Minjavemd með þátttöku
fjármálaráðuneytisins, Þjóðminjasafns
íslands og Torfusamtakanna, og sér
hún nú um endurbyggingu húsanna.30
Viðfangsefni húsa-
friðunar
En hverjar eru forsendur aðfara sem
þessara? Hvað getur réttlætt það, að
samfélagslegt mat sé lagt á það sem
einstaklingar gætu litið á sem skerð-
ingu á sínum persónulega eigna-
rétti? Hvar eru línur milli „opinbers"
umhverfis og umhverfis einstaklings-
ins, sem hann velur sér sjálfur?
í fyrsta lagi getur verið um að
ræða hús eða mannvirki, sem svo
augljóslega eru sameiginleg menn-
ingarsöguleg verðmæti, að í augum
uppi liggur, að þau eru eign samfé-
lagsins sem heildar og að samfélag-
inu beri að annast viðhald þeirra og
varðveislu. Dæmi slíks eru Hóla-
dómkirkja, Bessastaðastofa, Viðeyjar-
stofa og -kirkja; reyndar ýmis hús
Smíðarhús á Skipatóni uið Eyjafjörð, byggl 1843, endurbyggl 1986.
12 SAGNIR