Sagnir - 01.04.1989, Síða 16
Þóra KnstjánscLóttir
Efri myndin sýnir húsið í Vogi 1983. Neðri myndin sýnir húsið á Stapa eftir rœkilega uiðgerð
sumarið 1988.
Amtmannshúsið á Stapa, reist á Arnarstapa á Snœfellsnesi 1777-87, flutt að Vogi á Mýrum 1856,
og aftur heim á Stapa 1983.
ekki vandalaust að finna einhvers
konar „jafnvægi" milli þess, sem
verður að skoðast sem eðlilegur
vöxtur og viðgangur bæjarfélags í
breytilegu og breytanlegu þjóðfé-
lagi, og hins vegar hvernig umgang-
ast skuli þá „fjársjóði", sem forfeður
okkar hafa látið eftir sig til okkar.
Einn vandinn er auðvitað sá, að
skoðanir manna og afstaða til
húsafriðunar er langt frá því að vera
ein og söm og hagsmunir einstak-
linga eða jafnvel persónulegur
metnaður manna í áhrifastöðum
hefur blandast í þróun þessara
mála. Hin grundvallarspurningin er
nánast heimspekilegs eðlis: Hver er
réttur einnar kynslóðar og hennar
smekks gagnvart öðrum kynslóð-
um, gengnum og ókomnum?
Lokaorð
Af því, sem að framan er rakið, ætti
að vera orðið ljóst, að húsafriðun er
stórum flóknara mál en í fljótu
bragði kann að virðast og snertir
ýmsar hliðar mannlegra samskipta
og mannlegs félags, beinlínis lög-
fræðilegar eða siðferðilegar. Húsa-
friðun tekur til smekks og tísku og
fagurfræðilegra og listsögulegra
bollalegginga; hvert sérstakt dæmi
kallar ekki bara fram vitræn við-
brögð heldur og ekki síður tilfinn-
ingaleg og í sjaldgæfum tilvikum
getur mál af þessu tagi orðið til þess
að hrikti í leikreglum lýðræðisins,
sbr. Ráðhúsmálið fyrrnefnda.
Áðan var þess getið, að ýmsar
þjóðir hefðu orðið fyrri til um
stefnumótun og lagasetningu í
þessum málum. Forsendur þeirra
hafa verið þær sömu; rifin hafa verið
gömul menningarsögulega verð-
mæt hús vegna tímabundinna hags-
muna, jafnvel heil borgarhverfi, og
fljótt hefur svo komið í ljós að al-
menningi hafa fundist þessar ráð-
stafanir af mismikilli fyrirhyggju
gerðar. Eitt af einkennum okkar
tíma er firring, þrátt fyrir samgöngu-
bætur og fjölmiðlaholskeflu; því
fara menn að spyrja sig, hvar um-
hverfið komi inn í þá mynd. Kynni
það að vera óhollt fyrir sálartetrið, ef
umhverfismyndin er öll ósamstæð
og hvað æpir þar á annað, hvernig
14 SAGNIR