Sagnir - 01.04.1989, Síða 38

Sagnir - 01.04.1989, Síða 38
Sveinbjörn Rafnsson „Minníngar-málverk" yfir Jón Eiríksson eftir Óiaf Ólafsson á Kóngsbergi. í hinni prentuðu œvisögu Jóns er allur texti þess þýddur og táknin útskýrð. Þar segir að málverkið hafi „nokkra líkíng sem af æruporti". Framan við það standi „tvœr uppaðdregnar styttur af hvít- um marmarasteini ... niðr við fótstykkið á hœgri styttunni er málað íslands vopn, krýndr þorskr flattr ... utanvið fótstykkið sitr jarð- yrkjugyðjan Ceres með kornvöndul sinn, sorg- andi, og styðr hönd undir kinn. Á vinstri stytt- unni niðrvið fótstykkið er máluð hugmynd skarpleiksins ... utanvið fótstykki þessarar styttu sitr vísdómsgyðjan Mínerva með sitt gorgonshöfuð, eins hnuggin og hin. “ lj. r> MtSQ.NTW I2A\D1A H I I j<;!.TOU»[NTL'lSO»lUsB '[{fösDUirannrmiumsLsS jusamiuTTAKwrr, 1 'l;';LTSTL\nL'KLVmmM EHEI' QVAIÍTAH „ 1 föí rauranKŒTn- I Lff I\ H3.VÍHTTÍ1,1(\TL:i'.n?'.| 'fíýit ATCVEÍIDEJI ,y rMnœnrr r.mHPimTEM' nwissoRTUHs., I 'h toumMmmiímilo mMHJKHR CUEU ' .' XÁTÚÍ •: - AMDCfcXXYlII DŒ JtAIiG . deía'tut A KDCCLXXXVII DIE 20' KARITI miAiDGWtenBiBir diction) hafi verið í höndum þingsins, sem enn haldist, fyrst í fjórum yfirdómum yfir hverjum fjórðungi landsins og síðan einnig í fimmtardómi. Um opinberar aðgerð- ir, nýjar tilskipanir og annað varðandi stjórnarmálefni hafi verið fjallað í lögréttu sem lögsögumaður stjórn- aði og þar sem sátu með honum fremstu menn landsins, þar með taldir biskuparnir.8 Þannig ber lýs- ing Jóns nokkur einkenni stjórnar- deildakerfis (kollegial system) danska einveldisins, ekki síst lýsing hans á lögréttu hinni fornu. Ekki verður það þó talin meiri glámskyggni en þegar valdskiptingarkenningar mót- aðar af bandarísku og frönsku bylt- ingunum eru látnar einkenna ís- lenska „þjóðveldið" í sagnaritun nútímans. Það er yfir allan efa hafið að hin íslenska réttarsaga Jóns er afrek, öll byrjun er erfið og sérhvert brautryðjandaverk stendur til bóta. í sama riti (1762) birtir Jón yfirlit yfir íslenska verslunarsögu, hið fyrsta sem kom út á prenti. Þetta er lykil- verk fyrir alla síðari sagnaritun bæði um verslunarsögu og pólitíska sögu íslendinga og einnig eru hér settar fram ýmsar rökfærslur og viðhorf sem síðar áttu eftir að stinga upp kollin- um í sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Pólitískt frelsi skoðað í Ijósi sög- unnar var mikilvægt viðfangsefni 18. aldarmanna. í Danmerkursögu Mall- ets sem út kom fyrst 1755 á frönsku var tíundaður mjög þjóðarandi ís- lendinga hinna fornu, náttúrleg skyn- semi og frelsisþrá sem birst hefði í stjórnarháttum hins forna lýðveldis þeirra. Var af því tilefni vitnað til hugmynda Montesquieus um frelsi þjóðanna. Hinu forna lýðveldi ís- lendinga var jafnað til klassískrar fornaldar Grikkja með blómstrandi rnenningu, skáldskap og sagnaritun.9 Það var einnig skoðun Jóns Eiríks- sonar að frelsið og styrkurinn til verslunar við útlönd hefði einkennt íslenska sögu til forna. En á svo fornri og frumstæðri tíð hefði skort þekkingu á búskaparefnum, og hugs- unarháttur bardagamanna hefði ver- ið sá að fyrirlíta kaupmennsku. Borgarastríð á 12. og 13. öld á ís- landi og kunnáttuleysi í skipasmíð- um og siglingum áttu sinn þátt í falli íslenskrar verslunar til forna. Síðan fylgdi uppgjöf fyrir Norðmönnum sem dró enn úr krafti íslensku þjóð- arinnar til verslunar. „Med Friheden tabtes den almindelige Virksomhed, som den forer med sig, de Leilig- heder, som den for havde givet." Með falli frelsisins féll hin almenna athafnasemi niður sem því fylgdi, tækifærin sem það hafði áður gefið. Klerkar páfavaldsins hefðu svo lagst 36 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.