Sagnir - 01.04.1989, Síða 43

Sagnir - 01.04.1989, Síða 43
Upplýsing gegn hjátrú gómi kom þá upp í Danmörku og Þýskalandi og fluttist hingað.29 Ljóst má vera að ekki trúði Jón Espólín á fyrirboða, þótt finna megi í ritum hans dæmi um hlutlausa frásögn af slíku. Dæmi um það gæti verið er hann sagði frá því að menn hefði dreymt fyrir Svarta dauða 1402 og frásögn hans af dauða Jóns prests Bessasonar, en svo virðist sem hann hafi dreymt dauða sinn.30 Fyrr á öldum var algengt að fólk tryði því að sjaldgæf fyrirbæri eins og halastjörnur væru fyrirboðar, gjarnan válegra tíðinda. Slíka fyrir- boðatrú vildi Jón Espólín rekja til Þýskalands og Danmerkur, en við árið 1595 sagði hann slíkan átrúnað ærinn þar.31 Hannes Finnsson taldi trú á fyrirboða stafa af vanþekkingu og hjátrú.32 Honum fórust svo orð: Að hugsa halastjarnanna gángur boði ólukku, er fásinna, þeirra gángur er af skaparanum eins skorðaður, og hverrar annarar reikandi stjörnu, og það er sama tilhæfi til að halastjarna boði ó- komna hluti, eins og að þjófur steli, sótt gángi, eður illviðri komi, af því túnglið sjáist ein- hverntíma í hádegisstað á öllum vetrinum; og jeg legg það að jöfnu að halastjarnan, sem sást 1680, hafi boðað að þjófur stal sjer til heingíngar skömmu seinna, eins og það var fyrir halastjörnunni, og boðaði hana, að annar þjófur kann hafa stolið einhverju skömmu á undan.33 Jón Espólín sagði að fólk hefði ótt- ast halastjörnur eins og aðra óvenju- lega hluti og að síst hefði verið reynt að upplýsa það um rétt eðli þeirra, fremur alið á ótta þess og hjátrú.34 Eggert Ólafsson lætur þess getið at- hugasemdalaust að alþýða manna hafi álitið vígahnetti fyrirboða styrj- alda og vígaferla erlendis.35 Yfirleitt fannst upplýsingarsinnum lítt byggj- andi á því sem „alþýða manna trúði“. Þannig að sennilega hefur Eggert ekki talið vígahnetti fyrirboða eins eða neins. í riti Sveins Pálssonar er að finna allmörg dæmi um þá trú að í fram- tíðina megi ráða af atferli fugla og annarra lífvera, hann sagði það til að mynda almenna trú, að kæmu farfuglar seint vissi það á gott ár- ferði.36 Honum virðist ekki í mun að hrekja slíkan átrúnað. Hann sagði: „Um lóuna trúa menn því, og ekki með öllu að ástæðulausu, að vor verði hart, ef til hennar heyrist fyrir sumardaginn fyrsta ..,“37 Þessar hlut- lausu frásagnir er ekki auðvelt að skýra. Gerði Sveinn ráð fyrir því að náttúrulegt samband væri á milli þess að í lóunni heyrist fyrir sumar- daginn fyrsta og harðinda að vori? Það er ekki ljóst. Efast má þó um að hann hafi tekið þess konar fyrirboða trúanlega, vegna þess að, eins og áður segir, tóku upplýsingarsinnar lítið mark á því sem „menn trúðu" né því sem var „almennt trúað". Sveinn kallar það til að mynda al- menna hjátrú, að trúa því að sá sem drepur maríuerlu verði auðnuleys- ingi. Frá þessu sagði Sveinn til að sýna „að einnig á þessu sviði hafa íslendingar hugmyndaflug til jafns við aðrar þjóðir."38 Upplýsingarmenn reyndu ef kost- ur var, að finna eðlilegar orsakir fyrirboða. Sveinn Pálsson kann eðli- lega skýringu á þeirri trú alþýðu að snjóalög vetrar fari eftir því hvernig fyrstu haustsnjóa leggur; sem sé þá, að vindur er oft þrálátur úr sömu átt Halastjarna eins og hún kom teiknara 1 Lúsern í Suiss fyrir sjónir árið 1744. SAGNIR 41
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.