Sagnir - 01.04.1989, Page 45

Sagnir - 01.04.1989, Page 45
Upplýsing gegn hjátrú í stórum hellum, er ekki annað en óþefur af rotnandi jarðvegsleifum, að áliti Eggerts Ólafssonar.46 Tröllin voru því ekki annað en hugarsmíð almennings. Hjátrú og sjúkt ímynd- unarafl hefur skapað trú alþýðu á álfa og drauga, telur Eggert.47 Enda þótt upplýsingarmenn hafi ekki trúað á yfirnáttúrulegar verur og mátt þeirra, efuðust þeir ekki um tilvist Guðs né að hann gæti hlutast til um hagi mannanna. Jón Espólín gat þess að árið 1359 hefði skip sokk- ið en 40 menn bjargast á litlum báti °g ..var þat mikil dásemd Guds.“48 Hannes Finnsson sagði að úr jarð- skjálftunum 14. ágúst 1784 hefði fólk bjargast „úr dauðans klóm með Guðs sérlegri forsjón .,.“49 Um skrýmsli og aðrar kynjaverur Lagarfljótsormurinn svonefndi er sennilega frægasta dæmið um ein- stakar yfirnáttúrulegar verur, sem attu sér samkvæmt hjátrúnni einn ákveðinn bólstað. Ormur þessi á að hafa sést í Lagarfljóti og er því við það kenndur. Hans var oft getið í ann- álum á 17. öld og áttu bæði lærðir naenn og leikir að hafa séð hann, stundum einir, stundum margir sam- an.50 Ekki vildi Eggert Ólafsson væna þá er „sáu“ orminn um lygar eða ímyndunarveiki, né trúa því að skrímsli hefðist við í Lagarfljóti. í sönnum upplýsingaranda leitaði hann þess vegna náttúrulegra skýr- mga. Eggert benti á að víða í vötn- um og fljótum á íslandi háttar svo hl, að í botni þeirra og vatni mynd- ast undarlegar gufur, sem koma í ■)ós allt eftir eðli og hreyfingum •oftsins, hvort það er létt og þunnt eða þykkt og þungt. Geta þær birst í ýmsum myndum og orðið að þétt- um skýjum, sem með hjálp loftsins haldast saman um stund en hverfa svo. Eggert áleit að allir ættu að geta fellt sig við þessa skýringu á Lagar- hjótsorminum, því ekki væru bornar brigður á frásagnir skil- orðra manna né þeir vændir um *ygi. Ekki er með þessu heldur brotið í bág við eðli náttúrunnar, en allir þessir furðulegu hlutir skýrðir með eðlilegu mótu.51 Jón Espólín virðist ekki hafa kunnað að skýra eðli Lagarfljóts- ormsins, en hallaðist helst að skýringu Eggerts Ólafssonar.52 Sveinn Pálsson sagði um vatna- skrímsli, sem menn þóttust hafa séð í hyl einum nærri Skálholti, að nú væru „þau eflaust horfin eins og hver önnur hjátrú þeirra tíða.“53 Hinn 27. maí árið 1797 var Sveinn ásamt fleirum staddur í Kotmúla sem er skammt frá Þjórsá. Sáu þeir þá gusur og boðaföll í vatninu eins og þegar smáhvalir brjótast um á grynningum. Fullyrti hann að eitt- hvað lifandi hefði þarverið, en hvað það var vissi hann ekki. Þennan at- burð taldi Sveinn sannsögulegan og gat þess að margir væru reiðubúnir að staðfesta hann með eiði.54 Fleiri slík tilfelli kunni Sveinn að nefna og spurði síðan: „Eiga menn að skella skolleyrunum við öllu slíku sem heilaspuna og hjátrúargrillum?"55 En undarlegt fannst honum að slík dýr skyldu aldrei hafa náðst eða fund- ist rekin á land eftir umbrot í ánum.56 Þar brást náttúrufræðikunnátta Sveins og játar hann vanþekkingu sína frekar en að rengja sannsögla hei- mildamenn sína. En þetta sannar ekki að Sveinn hafi trúað á yfirnátt- úrulegar verur. Hann sagði frá því að maður nokkur hefði varað sig við að ganga á Tindastól án samþykkis vætta þeirra sem áttu bústað í fjall- SAGNIR 43
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.