Sagnir - 01.04.1989, Page 62

Sagnir - 01.04.1989, Page 62
Ingunn Þóra Magnúsdóttir væntumþykju í annað sæti í þessu fátæktarbasli sem íslensk alþýða bjó við? Bernskan hefur verið stutt og hver og einn hefur þurft að leggja sitt af mörkum í lífsbaráttunni eins fljótt og hægt var. Á 18. öld er talið af lærdómsmönn- um að við sex til sjö ára aldur hafi eiginleg bernska endað og sá hópur sem nú kallast unglingar hafi ekki átt sérstakt æviskeið í vitund manna á þeim tíma.14 Börn og ungdóm á 17. og 18. öld má í grófum dráttum telja þá sem voru undir aðra komnir, þ.e. börn, unglinga, vinnuhjý, ógift fólk; yfir- leitt það fólk sem var ekki sjálfs sín, heldur öðrum háð að einhverju leyti. Hart hrís gerir börnin vís Bent hefur verið á, að ýmsir sam- verkandi þættir mótuðu hina opin- beru uppeldisstefnu. Rétttrúnaður- inn gaf einveldinu kjörið vopn upp í hendurnar til að sveigja uppeldið sér í hag. Einkunnarorðin voru: auðmýkt, hlýðni og undirgefni, eða eins og stendur í þessari „vöggu- vísu“ Káins: Farðu að sofa blessað barnið smáa! brúkaðu ekki minnsta fjandans þráa. Haltu kjafti! Hlýddu og vertu góður! — heiðra skaltu föður þinn og móður.15 En féll þessi hugmyndafræði að ís- lensku garnagauli? Jónas frá Hrafna- gili segir svo í íslenskum þjóðhátt- um um uppeldisaðferðir fyrri alda: Aginn var harður og miskunnar- laus, og ekki mátti neinu halla, svo að ekki riðu snoppungarnir og munnhöggin, svo að blóðið streymdi úr nösunum, og svo dundu hýðingarnar daglega... Prestarnir töluðu um það í ræð- um og ritum, að menn ættu að kyssa hirtingarvönd drottins. Sama var með börnin. Þau voru oft pínd til þess að kyssa vöndinn, þegar búið var að hýða þau. Þetta ól upp kergju í ung- lingunum, bældi niður góðu til- finningarnar, en gerði andlega líf- ið þrællundað og lítilmannlegt.16 Og Jónas segir ennfremur: Þessi skaðræðisuppeldisstefna kom ekki af hatri til barnanna, heldur þvert á móti — af þessari undarlega ranghverfu stefnu fyrri alda, að harðneskja og hræðsla væri eini vegurinn til að gera menn úr börnunum. „Berja skal börn til ásta“, var spakmæli þeirrar tíðar. Menn höfðu alizt upp við þetta... og fannst það eiga að vera svona.17 Dæmi frá 17. öld benda til misk- unnarlausrar refsigleði. Gísli Odds- son biskup skrifar hreppstjórum 60 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.