Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 63
Um blessaðan lífs-ávöxt á 17. og 18. öld
1636, að þeir „„áminni umvöndunar-
lausa foreldra og húsbændur, haldi
strákum og stelpum til vinnu og
erfiðis og spari þeim ekki hrísið
eður agann...““ Stúlka ein var
dæmd árið 1652 til 32ja vandar-
hagga fyrir að draga nauðsyn sakra-
mentisins í efa og hafa óviðeigandi
orð um móður sína. Fyrir kom að
börn voru strýkt til dauða og þá af
foreldrum sínum.18
Nú er húsagatilskipunin frá miðri
18. öld, en eins og sjá má af ofan-
greindum dæmum og tilskipunum
úr Bessastaðapóstum hefur verið
ætlast til enn harðari aga á 17. öld,
áður en áhrifa píetismans fór að
gæta.
Húsagatilskipunin bendir fólki á
að vera ekki með of mikla blíðu og
linkind við börn, en grípa óhikað til
vandarins hvenær sem ástæða þyki
til, sem virðist hafa verið nokkuð
°ft. I 8. gr. húsagatilskipunarinnar
segir svo um refsingar:
Fremji börnin nokkuð ósæmilegt,
þá eiga foreldrarnir ekki eftir
hingað til brúkanlegum siðvana
að láta of-mikið eftir þeim, heldur
straffa þau með alvarlegum orð-
um (þó fyrir utan blót og ósæmi-
leg illyrði) ellegar og so með
hendi og vendi eftir ásigkomulagi
yfirsjónarinnar; þó skulu öll höf-
uð-högg og að slá í höstugri reiði
vera hér með ölldungis fyrirboð-
in ... Mögli börnin eður láti sjá á
sér fúlt, reiðuglegt andlit, þá þeim
er skipað nokkuð eða þá þau eru
öguð, þá tyftist þau með því meiri
alvörugefni, þangað til þau læra
að sýna sig ástúðleg og auð-
mjúk.19
Þó farið væri að halda börnum að
vinnu um leið og aldur þeirra leyfði,
munu þau þó hafa notið nokkurs
frjálsræðis fyrstu æviárin, en líklega
gætti oftast mikillar hörku við
minnstu yfirsjónir. Lítum á nokkur
dæmi.
Jón Steingrímsson (f. 1728) lýsir
því í endurminningum sínum
hvernig hirtingar þóttu sjálfsagðar.
Eitt sinn hafði hann ásamt stúlku á
bænum tekið hest í leyfisleysi því
þau ætluðu að forvitnast um eitt-
hvað. Ekki fór betur en svo að hest-
urinn fleygði þeim af baki, en þau
lágu lengi í roti og blóði ötuð. Jón
segir:
Fáa leiðir gott af forvitninni, og
sannaðist það hér. Lof sé guði,
sem nú hlífði, að satan fékk ei
meira gert oss til skaða. Þó höfð-
um við vit á því að segja ei af for-
vitni okkar, að ei fengjum fleng-
ing þar ofan á.20
í annað sinn ætlaði hann að skoða
klett, sem honum hafði verið sagt
að ókindur byggju í. Datt hann þá í
ána sem rann þar hjá, en svo vel
vildi til að móðir hans var nærri og
gat bjargað honum:
Hagaði guðs forsjón því svo til,
að mig rak þar að landi, er hún
var fyrir; annars hefði eg lífi
tapað. Hún greip mig upp, hljóp
með mig heim að bæ, svipti af
mér vosbúðinni og strýkti mig
milli hæls og hnakka. Mátti það
vel svo vera, þó þá fyndist
þungbært.21
Magnús Pálsson (f. 1779) hefur
hlotið mjög harðneskjulega með-
ferð í æsku, eins og fram kemur í
ævisögu hans. Hann segir svo um
reynslu sína á sjöunda aldursári:
Þá fór eg að læra Pontoppídans
spurningar og móðir mín setti
mér blað á dag að læra, en ef eg
kunni ekki vel, fékk eg óvægar
hýðingar og snoppunga fyrir litla
yfirsjón.22
Og ekki tók betra við þegar frændi
hans fór að hlýða honum, níu ára
gömlum, yfir latínuna; „fékk eg fleiri
SAGNIR 61