Sagnir - 01.04.1989, Síða 67
.Óttalegur barningur til að bjrrja með'
„Betra.hægar og betur ert hratt og ver. Ekki vélrita
miHifyrirsagnir! skiljið frekar eftir bit". Eggert Þór
Bernharðsson að vélrita I. árgang Sagna, en á
veggnum fyrir aftan hann standa ofangreind heil-
rœði ti/ þeirra sem unnu að blaðinu.
áhugasamt fólk sem vildi aðstoða
við útgáfuna gat skráð sig. Einkum
þurfti að létta'undir við vélritun efn-
'sins á strimla sem við höfðum út-
búið sjálfir, en þeirvoru síðan límd-
ir á blöðin sem fjölritað var eftir.
Pólk skráði sig á þennan lista og
vann svo milli eitt og þrjú eða þrjú
°g fimm o.s.frv. Menn voru misdug-
legir að mæta og vélritun var ekki
öllum gefin en allt gekk þetta þó
UPP að lokum.
Oft voru vinnubrögðin hjá okkur
dálítið skrautleg enda vorum við
hinir mestu viðvaningar í útgáfu-
vinnu. Áður en hafist var handa um
uPpsetningu blaðsins á fyrstu árun-
um var fastur liður að fara í verslun-
lr>a „Pennann" til þess að kaupa
nauðsynleg hjálpartæki, t.d. lím,
Þrykkistafi í fyrirsagnir og allra-
handa skraut sem mátti á auðveldan
bátt festa á blöð. Síðan byrjuðum
við að vinna við ljósaborðin eftir öll-
Urn kúnstarinnar reglum en æði oft
brá þó við að fyrirsagnir yrðu skakk-
ar eða skrítnar í laginu. Oft var glatt
a hjalla og galsi í mönnum á loka-
sPrettinum og útlit fyrstu árgang-
anna ber þess nokkur merki, eink-
um annar árgangurinn. Þegar hann
var í burðarliðnum var sem rynni á
okkur hálfgert skrautæði, aðallega
þó undir morgun eftir langar tarnir.
Við máttum eiginlega hvergi sjá autt
svæði á blaðsíðu án þess að troða
þar inn einhverri skreytingu og
stundum var hugmyndaflugið svo
yfirgengilegt að við áttum sjálfir í
erfiðleikum með að skilja hvað ein-
stakar skrautmyndir táknuðu þegar
upp var staðið. Vitaskuld var þetta
til lýta, það sér maður eftir á, en
skrautfíknin eltist af mönnum.
Raunar er eitt helsta einkenni Sagna
á síðari árum einmitt markviss notk-
un á blaðsíðum, ekki er þrengt um
of að texta og myndum heldur eru
þær látnar vinna með rýminu. Slíkt
er til fyrirmyndar.
Fyrsti árgangur Sagna átti að
koma út í fimm hundruð eintökum
en við vildum vera fínir á því og
nota góðan pappír. Þegar til kom
reyndist pappírinn svo góður að
fjölritunarvélin átti í hinum mestu
erfiðleikum með hann, þannig að
upplagið af fyrsta heftinu varð tæp-
lega fjögur hundruð eintök. Til að
ritið stæði undir sér urðum við að
selja á milli tvö og þrjú hundruð
blöð. Þrátt fyrir erfiðleikana tókst að
lokum að greiða allan kostnað við
útgáfuna. Nú er fyrsti árgangurinn
orðinn „raritet" og kostar líklega
meira en væn jólabók. Auðvitað
verður að geta þess í sambandi við
fjármögnun fyrsta ritsins að við inn-
heimtum auglýsingar sem voru sett-
ar aftast í það. Þeim hafði að mestu
verið safnað í innsta hring og voru
af ólíku tagi, t.d. var þarna auglýs-
ing um einangrunarefni fyrir lestar-
klæðningar í togurum. Mér finnst nú
harla ólíklegt að lesendur blaðsins
hafi haft gagn af slíku efni en auðvit-
að voru flestir sem auglýstu í ritinu
aðeins að styrkja góðan málstað
eða losa sig undan ágangi ættingja
eða vina. Fyrsti árgangurinn gerði
nú ekki mikið meira en að bera sig.
Þar sem við fórum svo seint af stað
gafst ekki kostur á því að fá fjárhags-
aðstoð frá Félagi sagnfræðinema
nema að litlu leyti. Félagið hjálpaði
upp á sakirnar þegar útgáfan stóð í
járnum og lánaði pening upp á þau
býti að það fengi hann endurgreidd-
an þegar fyrirtækið færi að skila
hagnaði. Við stóðum í skilum.
SAGNIR 65