Sagnir - 01.04.1989, Page 78
Egill Ólafsson
Fábjánar og
afburðamenn!
A seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar20. voru uppi hugmyndir um
kynhætur á mönnum. Þessar hugmyndir komu fram í kjölfar rannsókna
sem Darwin og fleiri vísindamenn höfðu gert á náttúrunni og þróun
hennar. Maðurinn sem fram að þessu hafði verið álitinn óumhreytanlegt
sköpunarverk guðs, varð nú lífvera sem var undir duttlungum náttúrunn-
ar komin. Ýmsir töldu rétt að reyna að hafa áhrif á þróun mannsins og
víluðu þá ekki fyrirsérað benda á ýmsar grimmilegar aðferðir til þess.
Mannbótafræðin og Darwin-
isminn koma fram á tíma
þegar trú á lögmál var mjög
sterk. Þessi lögmálstrú er afkvæmi
vísindahyggjunnar. Með vísind-
abyltingunni á 17. öld og uppgötv-
unum í stjörnufræði og náttúru-
vísindum töldu vísindamenn sig
hafa uppgötvað að heimurinn væri
vélrænn og uppfullur af lögmálum.
Vandinn var bara að finna þau. Lög-
málshyggjan náði ekki aðeins til
raunvísindanna heldur einnig til
hugvísindanna. Sagnfræðingar fóru
t.d. að leita að lögmálum í sögunni.
Þessi einstrengingslega aðferða-
fræði leiddi sumar vísindagreinar í
ógöngur.
Með bjartsýni og framfaratrú sem
fylgdu í kjölfar upplýsingarinnar og
skynsemishyggjunnar komu fram
kenningar sem gengu í þveröfuga
átt. Enski presturinn og hagfræðing-
urinn Thomas Malthus (1766-1834)
setti fram mjög svartsýna kenningu
um mannfjölda í bók sinni Ritgerð
um mannfjölda. Malthus taldi að
mannfjölgunin myndi ekki haldast í
hendur við aukna fæðuframleiðslu.
Af þessu dró hann þá ályktun að fá-
tækt myndi stöðugt aukast í heim-
inum nema mannfjölguninni yrði
haldið niðri. En hvernig hafði
mannkynið komist af fram að
þessu? Því svarar Malthus með því
að benda á að náttúrulegt aðhald
sjái um að halda jafnvægi milli
mannfjölda og fæðuframleiðslu.
Þetta aðhald er af tvennum toga.
Annars vegar er aðhald sem maður-
inn stjórnar. Dæmi um þetta eru tak-
markanir á fjölskyldustærð, barna-
útburður og bann við því að fátæk-
lingar og vinnuhjú fái að giftast.
Getnaðarvarnir og fóstureyðingar
myndu einnig falla undir þetta. Hins-
vegar veitir náttúran sjálf aðhald.
Dæmi um slíkt eru sjúkdómar, plág-
ur, uppskerubrestur og náttúruham-
farir. Þessi kenning féll ágætlega að
þörfum stjórnvalda á þessum tíma.
Auðvelt var að réttlæta ömurleg kjör
fólks í iðnbyltingunni. Hví að borga
hærri laun þegar það leiddi aðeins
til þess að það fæddust fleiri börn
sem yki á eymd þeirra sem fyrir
væru? Hví að bæta húsakynni, ör-
yggi á vinnustað eða heilsugæslu
þegar það gerði ekkert annað en að
rjúfa hið náttúrulega jafnvægi milli
mannfjölda og fæðuframleiðslu?
Þróunarkenning
Darwins
Hugmyndir manna um þróun lífsins
mótuðust mikið á 18. og 19. öld.
Náttúrufræðingurinn Charles Darw-
in (1809-1882) endurbætti þær og
setti fram heildstæða kenningu um
uppruna tegundanna. í bók sinni
Uppruni tegundanna, setti Darwin
fram kenningar sem höfðu gífurleg
áhrif og urðu strax mjög umdeildar.
Meginatriðin í þeim eru að dýrateg-
undirnar eru ekki óumbreytanlegar
heldur hafa þróast stig af stigi. Ein-
staklingum hverrar dýrategundar
76 SAGNIR