Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 78

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 78
Egill Ólafsson Fábjánar og afburðamenn! A seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar20. voru uppi hugmyndir um kynhætur á mönnum. Þessar hugmyndir komu fram í kjölfar rannsókna sem Darwin og fleiri vísindamenn höfðu gert á náttúrunni og þróun hennar. Maðurinn sem fram að þessu hafði verið álitinn óumhreytanlegt sköpunarverk guðs, varð nú lífvera sem var undir duttlungum náttúrunn- ar komin. Ýmsir töldu rétt að reyna að hafa áhrif á þróun mannsins og víluðu þá ekki fyrirsérað benda á ýmsar grimmilegar aðferðir til þess. Mannbótafræðin og Darwin- isminn koma fram á tíma þegar trú á lögmál var mjög sterk. Þessi lögmálstrú er afkvæmi vísindahyggjunnar. Með vísind- abyltingunni á 17. öld og uppgötv- unum í stjörnufræði og náttúru- vísindum töldu vísindamenn sig hafa uppgötvað að heimurinn væri vélrænn og uppfullur af lögmálum. Vandinn var bara að finna þau. Lög- málshyggjan náði ekki aðeins til raunvísindanna heldur einnig til hugvísindanna. Sagnfræðingar fóru t.d. að leita að lögmálum í sögunni. Þessi einstrengingslega aðferða- fræði leiddi sumar vísindagreinar í ógöngur. Með bjartsýni og framfaratrú sem fylgdu í kjölfar upplýsingarinnar og skynsemishyggjunnar komu fram kenningar sem gengu í þveröfuga átt. Enski presturinn og hagfræðing- urinn Thomas Malthus (1766-1834) setti fram mjög svartsýna kenningu um mannfjölda í bók sinni Ritgerð um mannfjölda. Malthus taldi að mannfjölgunin myndi ekki haldast í hendur við aukna fæðuframleiðslu. Af þessu dró hann þá ályktun að fá- tækt myndi stöðugt aukast í heim- inum nema mannfjölguninni yrði haldið niðri. En hvernig hafði mannkynið komist af fram að þessu? Því svarar Malthus með því að benda á að náttúrulegt aðhald sjái um að halda jafnvægi milli mannfjölda og fæðuframleiðslu. Þetta aðhald er af tvennum toga. Annars vegar er aðhald sem maður- inn stjórnar. Dæmi um þetta eru tak- markanir á fjölskyldustærð, barna- útburður og bann við því að fátæk- lingar og vinnuhjú fái að giftast. Getnaðarvarnir og fóstureyðingar myndu einnig falla undir þetta. Hins- vegar veitir náttúran sjálf aðhald. Dæmi um slíkt eru sjúkdómar, plág- ur, uppskerubrestur og náttúruham- farir. Þessi kenning féll ágætlega að þörfum stjórnvalda á þessum tíma. Auðvelt var að réttlæta ömurleg kjör fólks í iðnbyltingunni. Hví að borga hærri laun þegar það leiddi aðeins til þess að það fæddust fleiri börn sem yki á eymd þeirra sem fyrir væru? Hví að bæta húsakynni, ör- yggi á vinnustað eða heilsugæslu þegar það gerði ekkert annað en að rjúfa hið náttúrulega jafnvægi milli mannfjölda og fæðuframleiðslu? Þróunarkenning Darwins Hugmyndir manna um þróun lífsins mótuðust mikið á 18. og 19. öld. Náttúrufræðingurinn Charles Darw- in (1809-1882) endurbætti þær og setti fram heildstæða kenningu um uppruna tegundanna. í bók sinni Uppruni tegundanna, setti Darwin fram kenningar sem höfðu gífurleg áhrif og urðu strax mjög umdeildar. Meginatriðin í þeim eru að dýrateg- undirnar eru ekki óumbreytanlegar heldur hafa þróast stig af stigi. Ein- staklingum hverrar dýrategundar 76 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.