Sagnir - 01.04.1989, Side 87

Sagnir - 01.04.1989, Side 87
Gaddavírsgirðingar Girðingar um, aldamót Á árunum 1895-1900 byrjuðu ís- lendingar að flytja inn gaddavír til reynslu frá Danmörku, en fyrsta gaddavírsverksmiðjan þar var reist 1895. Vírsins er þó ekki getið í hag- skýrslum fyrr en 1901, en þá höfðu verið girtir 552 metrar með honum.4 Aðrar girðingar hérlendis voru nær eingöngu gerðar úr innlendu efni, torfi og grjóti. Margir bændur hirtu lítið um að verja túnin, nema helst á vorin eftir að þau fóru að spretta og þangað til búið var að heyja. Þá létu þeir börn eða hjú vaka yfir túnum og verja þau fyrir skepnuágangi, dag og nótt. Þessi aðferð var mjög óhentug, því ekki fór hjá því að einhver troðningur ætti sér stað á túninu, auk þess sem túngæslu varð aðeins við komið þegar bjart var á næturnar. Því var eina örugga túnvörnin girðing, og með henni mátti spara starfskraft. Líklega hefur mönnum almennt ekki verið ljóst hversu mikla þýðingu það hafði að verja túnin fyrir skepnuágangi allan árs- ins hring. En gaddavírinn hafði ekki haft •anga viðdvöl hér á landi, er mikið fjaðrafok varð vegna tilveru hans. Deilurnar fóru fram á tvennum víg- stöðvum; í þingsölum og meðal al- mennings í blöðum og tímaritum. Bændablöðin, Freyr, Búnaðarritið, Þjóðótfur og Ársrit Rœktunarsam- bands Norðurlands birtu greinar sem voru heldur hliðhollar gadda- vírsgirðingum, þó vissulega megi finna hið gagnstæða. Blöðin ísa- fold, Ingólfur og Austri, sem ekki voru eins hliðholl bændum, birtu hins vegar greinar andstæðinganna. Mikill fjöldi tímaritsgreina sýnir best þann áhuga sem landsmenn sýndu málinu. Og í Alþingistíðindum má sjá að þingmenn skiptast ekki síður en almenningur í tvo hópa. Deilt um gaddavír Árið 1901 flutti Búnaðarmálanefnd Alþingis þingsályktunartillögu um skilyrði og reglur fyrir styrkveitingar úr landssjóði til Búnaðarfélaga.5 Þar er ekkert minnst á gaddavírsgirðing- ar en Ólafur Briem þingmaður Skag- firðinga, flutti breytingartillögu þess efnis að gaddavírsgirðingar yrðu styrkhæfar6 og féllst Búnaðarmála- nefndin á það.‘ Um tillögu Ólafs spunnust miklar umræður um al- mennt ástand landbúnaðarins, gildi túnvarna og gaddavírsgirðinga. Sér- staklega voru það gaddarnir á vírn- um sem menn voru ekki á eitt sáttir um. Tiyggvi Gunnarsson þingmaður Reykjavíkur, sagði að reynsla væri komin á það í Reykjavík að girðing- ar væru skaðlegar: margar skepnur hafa skaðað sig á þeim, og til bæjarfógetans hefir komið áskorun um, að fyrirbjóða þess konar girðingar hér í bæn- um ...8 Andstæðingar gaddavírsins lýstu, með sterkum lýsingarorðum, hvernig hann myndi holrífa búpening lands- manna á hinn hryllilegasta hátt. Ennfremur væri hér um lélegt girð- ingarefni að ræða, hann veitti ekkert skjól, þyldi ekki að liggja undir fönn og því gæti reynst nauðsynlegt að taka hann upp á haustin. Að öllu þessu samanlögðu væri heppilegra að halda áfram að girða með grjóti eins og verið hefði. Formælendur gaddavírsins töldu hins vegar að eftir að skepnur hvekktust á honum, hættu þær að leita á hann,9 gaddavírsgirðingar væru ódýrar, fullkomin vörn og full- girða mætti stór svæði á skömmum tíma með lítilli vinnu.10 Þær væru forsenda túnræktar og þar með frek- ari framfara í landbúnaði og síðast en ekki síst spari þær vinnukraft, sem sé dýr og illfáanlegur.11 Lyktirnar urðu þær að gaddavírs- girðingar voru taldar styrkhæfar úr sjóðum búnaðarfélaga.12 Deilurnar héldu samt áfram á svipuðum nótum til 1903 en þá fluttu þrír þingmenn í efri deild, Guðjón Guðlaugsson þingmaður Strandasýslu, Guttormur Vigfússon þingmaður Suður-Múlasýslu og Jón Jakobsson þingmaður Húnavatns- sýslu, frumvarp til laga um túngirð- ingar, og við það fengu umræðurnar byr undir báða vængi. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að landssjóður fái heimild fyrir allt að 500.000 króna láni til að kaupa túngirðingarefni og síðan láni hann % af verði girðingar- efnis á jörðum einstakra manna og stofnana en greiði allan kostnað á landssjóðs- og kirkjujörðum.13 Mark- miðið með frumvarpinu var að girða tún allra jarðeigenda og ábúenda, sem það vildu, á árunum 1906-1908. Tímatakmörkin voru hugsuð sem trygging á þann hátt að landssjóður tæki efnið af þeim sem ekki upp- af þuí sem gaddauírsgirðingum var fundið til foráttu var að þær gœtu reynst hoettulegar ú veturnar í miklu fannfergi, því þá sjái skepnur girðingarnar ekki og festist í þeim. SAGNIR 85
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.