Sagnir - 01.04.1989, Side 90

Sagnir - 01.04.1989, Side 90
Hulda Sigurborg Sigtrygsdóttir hægt að koma upp fullnægjandi girðingum úr því efnismagni sem þeir tiltóku á skýrslunum.24 Þessi misbrestur bendir til að ýmsir skoð- unarmenn hafi ekki verið vandanum vaxnir. Afleiðingin varð sú að færri fengu girðingarlán á þeim kjörum sem lögin gerðu ráð fyrir eða 51 á öllu landinu sem skiptist þannig: 11 í Suðuramti, 27 í Vesturamti, 11 í Norðuramti og 2 í Austuramti og 1905 höfðu aðeins verið lánaðar 7200 krónur af hinni upphaflegu upphæð.25 Ef til vill hefur eitthvað dregið út áhuga bænda að þurfa að greiða ]A hluta efnisins fyrirfram. Sú staðreynd að færri höfðu orðið til að notfæra sér lánakjör lands- sjóðs lá fyrir þinginu 1905 og var vitaskuld vatn á myllu andstæðing- anna og hefur vafalaust átt sinn þátt í því að þar var ákveðið að fresta framkvæmd laganna um tvö ár26 og aftur 1907 um eitt ár í viðbót,27 þrátt fyrir að nefnd, sem skipuð var að undirlagi Guðjóns Guðmundssonar, legði til að lögin frá 1903 yrðu fram- lengd um eitt ár, til 1909.28 Það var þó bót í máli að á þessum þremur árum sem lögunum frá 1903 var frestað, hélt landsstjórnin áfram að panta girðingarefni fyrir sýslu-, sveit- ar- og búnaðarfélög og samvinnu- kaupfélög. Bændur gátu girt án þess að taka til þess lán og það virðast bændur í Norður- og Suðuramti hafa gert ef borin eru saman lánveit- ingar til þeirra og stöplaritin. Ef til vill hefur áhugi bænda á þessum svæðum verið meiri því þar er þétt- býlla en í Vestur- og Austuramti og meiri ágangur af völdum búfjár. Því er óhætt að segja að þótt minna yrði úr lánveitingum úr landssjóði en ráð hafði verið fyrir gert, hafði mikið áunnist í sambandi við innflutning vírsins. Þessa viðhorfsbreytingu til gadda- vírsins má sjá í þingumræðum 1909, því ekki verður séð að ágrein- ingur hafi verið um að setja bæri ný gaddavírslög í stað laganna frá 1903, sem runnu út í árslok 1908, eða að ágreiningur hafi verið um að girðingarframkvæmdir skyldu styrkt- ar með opinberu fé. í nýju lögunum er ekki tilgreind hvaða upphæð verði veitt úr landssjóði til girðingar- framkvæmda heldur eiga menn að gera áætlun yfir kostnað og sækja um lán. Fleiri breytingar er að finna, enda var nú komin nokkur reynsla á lögin frá 1903. Til dæmis er eftirlit með viðhaldi girðinga ekki lengur í höndum hreppstjóra heldur eig- enda og þeir ákveða nú hvar girð- ingin eigi að standa og hversu löng hún verði, í stað skoðunarmanna á vegum sýslunefnda áður. Ef til vill hefur ekki þótt lengur þörf á jafn- mikilli stýringu og fyrst, þar sem gaddavírinn hafði unnið sér fastan sess. Það nýmæli er hins vegar tekið upp að sýslunefndir og sveitarstjórn- ir geti gert bindandi samþykktir um girðingar og miðist það einkum við samgirðingar, en það voru þær girð- ingar sem skiptu túnum ef ábúend- ur voru fleiri en einn en ekki var minnst á hvernig kostnaðurinn ætti að skiptast.29 Þessu var breytt 191330 á þann veg að kostnaðurinn vegna samgirðinga skiptist milli landeig- enda eftir notagildi hvers um sig, að mati sýslunefnda, en þó gat sá sem girti aldrei átt rétt á frekari endur- greiðslu en sem svaraði helmingi girðingarkostnaðarins. Ákvæði um samgirðingar var víkkað út og náði nú til girðinga á landamerkjum og nú var hægt að skylda nágrannann til að girða á móti. Líklega hefur ekki verið vanþörf á því vegna þess að eitthvað var um að nágrannar neituðu að taka þátt í girðingar- kostnaði. Frumvarpið 1913 varð að lögum án mikilla umræðna, en þingmenn voru nú almennt sam- mála um að gaddavírsgirðingar væru hið mesta þarfaþing, sem sýn- ir að gaddavírinn var viðurkenndur sem framtíðargirðingarefni. Þessi lög voru lengi í gildi eða allt til árs- ins 1952.31 Sam tals reistar qaddavírsgirSingar 1901-1912 Suöuramt 647.842 m. Vesturamt 274.422 m. Nor&uramt 671.041 m. Austuramt 110.581 m. Án& Ari& AriS Ári& Ári& Ári& Ári& Ári& Ariö Ariö Ari& Ariö I Su&urarnt Íl Vesturamt Q’ Nor&uramt □ Austuramt G Samtals 1901 1902 1903 1904 1905 1906 1907 1908 1909 1910 1911 1912 Á slöplarilinu sésl að bændur í Norður- og Suðuramli haía girl meira en bændur í Veslur- og Auslurarnli. Áslœðan er liklega sú að þétlbýlla uar í Norður- og Suðuramti og þar af leiðandi meiri ágangur af uöldum búfjár. Samgöngur hafa ef til uill einnig uerið greiðari þar. 88 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.