Sagnir - 01.04.1989, Side 100
Helgi Skúli Kjartansson
Ungbörn
þjáð af þorsta
Stutt athugasemd um
ungbarnadauða og viðurværi
ökk sé Sögnum fyrir yfirlit
Dagnýjar Heiðdal1 um ung-
barnadauða í íslandssög-
unni. Þar drepur hún m.a. á tengsl
ungbarnadauðans við þann þráláta
þjóðarsið að hafa börn lítt eða ekki
á brjósti.
Brjóstagjöfin, eða skortur hennar
öllu heldur, hefur verið eitt af hinum
spennandi viðfangsefnum íslenskr-
ar félagssögu síðustu árin. Það
komst eftirminnilega á dagskrá vor-
ið 1982 með erindi Gísla Gunnars-
sonar á aðalfundi Sögufélagsins2 og
grein Sigríðar Sigurðardóttur í Sögn-
um.* Síðan hefur Loftur Guttorms-
son manna rækilegast fjallað um
samhengi brjóstagjafar og ungbarna-
dauða,4 einnig Helgi Þorláksson5 og
fleiri. Ágrip Dagnýjar er kærkomin
og aðgengileg upprifjun um þetta
efni.
Hún svarar því samt ekki alveg,
sem lengi hefur vafist fyrir mér í
þessu viðfangi, tiuað uar eiginlega
svona óhollt uið kúamjólkina.
Okkur hefur svosem verið kennt
það, núna síðustu áratugina, að
börnum sé hollast að vera á brjósti,
helst mánuðum saman. Fyrir því eru
ýmis rök, en ekki þau að það muni
neinu verulegu á ungbarnadauða
hvort börn eru lögð á brjóst eða alin
á vísindalegri gerviþurrmjólk nútím-
ans.6 Þar liggur sjaldnast lífið við,
þótt nokkuð geti verið í húfi.
Gervimjólkin er að vísu síðari
tíma fyrirbæri. Um miðja öldina var
notuð á pelann venjuleg gerilsneydd
kúamjólk, en þynnt með sykurvatni
til að nálgast efnahlutföll móður-
mjólkurinnar. Hún dugði vel; t.d. er
vitnað í sænska rannsókn frá 1959
sem sýnt hafi „að lítill munur var á
heilsufari brjóstabarna á 1. ári og
barna sem alin voru á kúamjólk".7
Frá Bandaríkjunum fréttum við
meira að segja að „um tíma var tals-
vert mælt með óblandaðri fitu-
sprengdri nýmjólk sem ungbarna-
fæði.“8
Það er í fréttum frá löndum þriðja
heimsins sem við kynnumst nú á
dögum verulega krassandi rökum
fyrir brjóstagjöf. Þar stendur valið þó
yfirleitt ekki milli móðurmjólkur og
kúamjólkur, heldur er þar um að
ræða hinar sömu tilbúnu þurrmjólkur-
blöndur og hjá okkur eru taldar hér
um bil ígildi móðurmjólkur. Gervi-
mjólkin gefst svo miklu verr meðal
fátækra þjóða vegna þess að þar
hafa margar mæður ekki efni á að
kaupa nóg af henni, þær njóta ekki
leiðsagnar til að blanda hana rétt,
hafa oft á tíðum ekki ómengað vatn
til að þynna hana með, og svo skort-
ir þær bæði þekkingu og aðstöðu til
að gæta sóttvarna og hreinlætis við
pelagjöfina. Kúamjólkurgjöf á ís-
landi í gamla daga var kannski
sömu annmörkum háð hvað hrein-
lætið varðar, og mjólkin gat verið af
skornum skammti, en aðalvandi
þurrmjólkurgjafar í þróunarlöndum,
þ.e. rétt blöndun með ómenguðu
vatni, hvíldi ekki á formæðrum
okkar.
Reynsla síðustu áratuga sýnir
okkur sem sagt ekki verulega glögg
dæmi um skaðsemi kúamjólkur
sem ungbarnafæðis. Hins vegar
leikur enginn vafi á nánu samhengi
brjóstagjafar og ungbarnadauða á
Vesturlöndum fyrr á tímum, raunar
allt fram á20. öld. Hrikalegastur var
barnadauðinn að vísu hjá fátækum
verkalýð, sem hafði ekki tök á að
kaupa börnum sínum kúamjólk
heldur neyddist til að ala þau mjög
98 SAGNIR