Sagnir - 01.04.1989, Page 100

Sagnir - 01.04.1989, Page 100
Helgi Skúli Kjartansson Ungbörn þjáð af þorsta Stutt athugasemd um ungbarnadauða og viðurværi ökk sé Sögnum fyrir yfirlit Dagnýjar Heiðdal1 um ung- barnadauða í íslandssög- unni. Þar drepur hún m.a. á tengsl ungbarnadauðans við þann þráláta þjóðarsið að hafa börn lítt eða ekki á brjósti. Brjóstagjöfin, eða skortur hennar öllu heldur, hefur verið eitt af hinum spennandi viðfangsefnum íslenskr- ar félagssögu síðustu árin. Það komst eftirminnilega á dagskrá vor- ið 1982 með erindi Gísla Gunnars- sonar á aðalfundi Sögufélagsins2 og grein Sigríðar Sigurðardóttur í Sögn- um.* Síðan hefur Loftur Guttorms- son manna rækilegast fjallað um samhengi brjóstagjafar og ungbarna- dauða,4 einnig Helgi Þorláksson5 og fleiri. Ágrip Dagnýjar er kærkomin og aðgengileg upprifjun um þetta efni. Hún svarar því samt ekki alveg, sem lengi hefur vafist fyrir mér í þessu viðfangi, tiuað uar eiginlega svona óhollt uið kúamjólkina. Okkur hefur svosem verið kennt það, núna síðustu áratugina, að börnum sé hollast að vera á brjósti, helst mánuðum saman. Fyrir því eru ýmis rök, en ekki þau að það muni neinu verulegu á ungbarnadauða hvort börn eru lögð á brjóst eða alin á vísindalegri gerviþurrmjólk nútím- ans.6 Þar liggur sjaldnast lífið við, þótt nokkuð geti verið í húfi. Gervimjólkin er að vísu síðari tíma fyrirbæri. Um miðja öldina var notuð á pelann venjuleg gerilsneydd kúamjólk, en þynnt með sykurvatni til að nálgast efnahlutföll móður- mjólkurinnar. Hún dugði vel; t.d. er vitnað í sænska rannsókn frá 1959 sem sýnt hafi „að lítill munur var á heilsufari brjóstabarna á 1. ári og barna sem alin voru á kúamjólk".7 Frá Bandaríkjunum fréttum við meira að segja að „um tíma var tals- vert mælt með óblandaðri fitu- sprengdri nýmjólk sem ungbarna- fæði.“8 Það er í fréttum frá löndum þriðja heimsins sem við kynnumst nú á dögum verulega krassandi rökum fyrir brjóstagjöf. Þar stendur valið þó yfirleitt ekki milli móðurmjólkur og kúamjólkur, heldur er þar um að ræða hinar sömu tilbúnu þurrmjólkur- blöndur og hjá okkur eru taldar hér um bil ígildi móðurmjólkur. Gervi- mjólkin gefst svo miklu verr meðal fátækra þjóða vegna þess að þar hafa margar mæður ekki efni á að kaupa nóg af henni, þær njóta ekki leiðsagnar til að blanda hana rétt, hafa oft á tíðum ekki ómengað vatn til að þynna hana með, og svo skort- ir þær bæði þekkingu og aðstöðu til að gæta sóttvarna og hreinlætis við pelagjöfina. Kúamjólkurgjöf á ís- landi í gamla daga var kannski sömu annmörkum háð hvað hrein- lætið varðar, og mjólkin gat verið af skornum skammti, en aðalvandi þurrmjólkurgjafar í þróunarlöndum, þ.e. rétt blöndun með ómenguðu vatni, hvíldi ekki á formæðrum okkar. Reynsla síðustu áratuga sýnir okkur sem sagt ekki verulega glögg dæmi um skaðsemi kúamjólkur sem ungbarnafæðis. Hins vegar leikur enginn vafi á nánu samhengi brjóstagjafar og ungbarnadauða á Vesturlöndum fyrr á tímum, raunar allt fram á20. öld. Hrikalegastur var barnadauðinn að vísu hjá fátækum verkalýð, sem hafði ekki tök á að kaupa börnum sínum kúamjólk heldur neyddist til að ala þau mjög 98 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.