Sagnir - 01.04.1989, Page 112
Halldór Bjarnason
Stundum virðist nefnilega vera rugl-
ingur á því hvort fólk er talið niður-
setningar, vinnufólk eða fósturbörn.
Hef ég ein fjögur dæmi um það. Það
er auðvitað lítið þegar litið er til
þess að íbúar sóknarinnar voru hátt
á áttunda hundrað. En þetta skiptir
meira máli en svo, því að e.t.v. hef-
ur eitthvað af tökubörnunum/fóstur-
börnunum í raun verið niðursetn-
ingar. Ástæða þess að mér dettur
þetta í hug er sú að Helga nokkur
Steingrímsdóttir (12 ára) í Knud-
senshúsi er sögð verða tökubarn,13
en í sóknarmanntalsbókinni er hún
sögð niðursetningur.14 Þetta skiptir
töluverðu máli því fósturbörnin/
tökubörnin skiptu tugum í Reykja-
vík. Gísli Ágúst Gunnlaugsson at-
hugaði lítillega fjölda niðursetninga
í Reykjavík árið 1816 í bók sinni
Ómagar og utangarðsfólk.15 Þessi
ruglingur á stöðuheitum gæti hugsan-
lega haft áhrif á talningu hans.
Eitt og annað smálegt má netna
sem ekki hefur verið lögð alúð við.
Gerðum manntalsins ber stundum
ekki saman um fjölda heimila, þ.e.
hvort heimilin eru eitt eða fleiri. Á
þetta hefði útgefandi manntalsins
átt að benda því þetta skiptir máli
þegar verið er að rannsaka fjölda
heimila og fjölskyldustærð. Býlið
Helgakot er líka ranglega nefnt
Helgukot í manntalsútgáfunni og
hefði mátt koma í veg fyrir það með
samanburði frumritanna.16
Tilvísanir
1 Manntal á íslandi árið 1703, Rv.
1924^17. - Manntal á íslandi 1801,
Rv. 1978-80, 3 bindi. - Manntal á ís-
landi 1845, Rv. 1982-85, 3 bindi.
2 Hér hefur verið stuðst við eftirmála
Bjarna Vilhjálmssonar að manntals-
útgáfunni, sjá Manntal á íslandi
1816, Ak. og Rv. 1947-74, 1071-6.
3 Þjskjs., Prestþjónustubækur og sókn-
armanntöl, VII Kjalarnesprófast-
dæmi, 5 Reykjavík, Prestþjónstubók
1816-31.
4 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24.
5 Einna verstir eru e.t.v. þessir mis-
lestrar: kennari fyrir þénari, 430; Jó-
hannesson fyrir Jóhannsson, 428 og
438.
Að lokum skal minnst á fæðingar-
staðina. Samkvæmt formála að
manntalsútgáfunni var ætlunin að
allar viðbætur umsjónarmanns yrðu
auðkenndar með skáletri.17 Það er
hins vegar mjög á reiki og er aldrei
hægt að treysta því að farið sé eftir
þeirri reglu. Stundum er skáletrað
þar sem það á ekki að vera og svo
öfugt. Þetta hefur þær afleiðingar að
maður veit ekkert hvað stóð í frum-
ritinu og hvað útgefandi hefur sjálf-
ur fundið. Heimilda fyrir fæðingar-
stöðunum er hvergi getið en auðséð
er að útgefandi hefur þó fengið ýms-
ar upplýsingar úr þeirri gerð mann-
talsins sem hann notaði ekki.
Hver er þá niðurstaðan af þessu
öllu saman? Greinilegt er að um-
sjónarmaður manntalsins hefur að
nær öllu leyti farið eftir því frumriti
eða þeirri gerð sem hann notaði. En
er þá ekki allt í lagi? Jú, þá er allt í
lagi ef menn gera sér enga rellu út af
því hvort þetta frumrit var sæmilega
rétt eða ekki. Og þar sem það hlýtur
að vera aðalatriðið verður að líta
nánar á þá hlið málsins.
Sóknarmanntalið 1816 í sóknar-
manntalsbókinni veitti einstakt
tækifæri til að ganga úr skugga um
áreiðanleika gerðarinnar í prest-
þjónustubókinni, en það gerði um-
sjónarmaðurinn ekki. Hefði hann átt
að gera það? Því verður að svara ját-
andi því við viljum umfram allt hafa
rétt og áreiðanlegt manhtal, jafnvel
6 Hallfríður í Grjóta var húskona/tómt-
húskona (bls. 425) og Kristen Jensen
í Súnchenbergshúsi var þénari (bls.
428).
7 Manntal á íslandi 1816, 425.
8 Klemens Jónsson: Saga Reykjavíkur
1, Rv. 1929, 190.
9 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 298.
10 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 303.
11 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 291.
12 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 300.
13 Manntal á íslandi 1816, 429. Mér
sýnist að í frumritinu standi „f.b.“,
þ.e. fósturbarn, en ekki tökubarn. Sjá
þó það kosti svolítið meiri vinnu.
Mér dettur ekki í hug að væna sagn-
fræðinga eða ættfræðiáhugafólk um
að vera alveg sama um það hvort
manntölin séu rétt eða röng, svo ég
gef mér að flestir hljóti að svara
þessu játandi.
Þrátt fyrir það veit ég að ómögu-
legt var að gera manntalið 1816 í
heild villulaust, það var ófram-
kvæmanlegt við þáverandi aðstæð-
ur. En mér finnst að sjálfsagt hefði
verið að nota tækifærið þegar til
voru tvær gerðir sóknarmanntala úr
sömu sókninni og sama ári til að
fækka villunum eitthvað.
Af Reykjavíkursókn að dæma er
útgáfa fjögurra fyrstu hefta mann-
talsins ekki nógu góð. Er þar bæði
við umsjónarmann að sakast og
forsvarsmenn Ættfræðifélagsins. Um-
sjónarmanninn skorti kunnáttu og
nákvæmni til verksins enda var hann
ómenntaður á þessu sviði. Formað-
ur Ættfræðifélagsins „hafði aðal-
umsjón með útgáfu fjögurra fyrstu
heftanna" að sögn Bjarna Vilhjálms-
sonar í eftirmála manntalsútgáfunn-
ar18 og svo mikið er víst að ekki
skorti hann menntunina. Formaður
og/eða umsjónarmaður hefðu átt að
gera grein fyrir vinnubrögðum sínum
við útgáfuna og birta, eins og þykir
til heyra um slík verk. Sýnist mér því
að stjórn félagsins eða formaður
hafi ekki síður borið ábyrgð á útgáf-
unni en umsjónarmaður hennar.
Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Prest-
þjónustubók Reykjavíkur 1816-31,
10 (nr. 326).
14 Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 306.
Reyndar er fyrst skrifað „vk“, vinnu-
kona, en strikað yfir það og „ns“
skrifað, niðursetningur.
15 Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Ómagar
og utangarðsfólk. Fátœkramál
Reykjavíkur 1786-1907 (Safn til sögu
Reykjavíkur), Rv. 1982, 34.
16 Manntal á íslandi 1816, 426. -
Þjskjs., Prþjb. og smt., VII. 5, Sóknar-
manntöl Reykjavíkur 1805-24, 301.
17 Manntal á íslandi 1816, III.
18 Manntal á íslandi 1816, 1071.
110 SAGNIR