Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 115

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 115
Umsögn um 9. árgang Sagna að þeir séu oft full rólegir í tíðinni með ályktanir og þannig of hógvær- ir. Nokkuð sem fræðimenn ættu að taka eftir. Líklega er hægt að vera virkari í umræðunni án þess að verða of léttvægur talinn. Þessu næst fylgja þrjár hugvekjur um sagnaritun; Lýður Björnsson um sagnaritun fyrir stofnanir, Þórunn Valdimarsdóttir um ævisagnaritun og Friðrik G. Olgeirsson um byggða- söguritun. Það er vissulega fengur í þvf að fá reynda menn til að lýsa reynslu sinni af hinu og þessu sem varðar fagið. Lýður og Friðrik fjalla meira um ýmsa þætti samskipta verk- kaupa og verktaka og vandamál sem snerta tengsl þeirra. Þar er margt athyglisvert að finna. Þórunn á hinn bóginn fjallar meira um til- gang og inntak ævisagnaritunar, sem mér finnst í raun gefa lesand- anum meira. Þ.e. að gera grein fyrir því hvers vegna sú ritunarhefð hefur gildi. Það er ekki síst mikilvægt vegna þess að ævisagnaritun hefur gjarnan verið talin eitthvað sem sé annars flokks innan sagnfræða og ekki mjög marktæk. Fagmenntað og metnaðarfullt fólk gæti breytt þeirri ímynd. Ýmislegt annað Næst þessum greinum koma grein- ar sem fjalla um verslunarmál. Fyrst er grein Péturs Más Ólafssonar og fjallar hann um afstöðu Árna Magnús- sonar til einokunarverslunar. Nú er Arni næstum goðumlíkt tákn fyrir réttsýnan frjálsborinn íslending. Það kann því að koma ýmsum á óvart að hann hafði sambærilega afstöðu og aðrir embættismenn konungs til málsins og áleit einokunarverslun jafnvel til góðs fyrir samfélagið. Reyndar er þetta í takt við fyrrnefnda grein Ásgeirs Hilmars Jónssonar. Greinin er hluti af tímabæru endur- mati á ýmsum hlutum íslandssög- unnar þar sem meðal annars má færa sannfærandi rök fyrir því að einveldisstjórn Dana gat í ýmsu ver- ið framför frá lénsveldinu á 15. 16. 17. öld. Ólafur Elímundarson ritar um bænaskrár og umræður um verslunar- 1’ lietri, IfMiUri Oj motorbaUr . Oldi -i j . smið < li.i.li Opmr .1« uicð {liltari. I alla iin.i liála Alpha-mótora, mitUar ad kafa II hrtlof!. >1 I* I I ||. 1* II rðH 1* HMII. frelsi árið 1845. í greininni eru rakt- ar umræður um málið frá 1842 til 1847 og sagt frá helstu niðurstöðum þess máls. Atburðir og umræður eru taldar fram en ekki reynt að meta svo mjög út á hvað mál gengu. Dagný Heiðdal fjallar um ung- bardadauða hérlendis og dregur upp fremur svarta mynd af þeim málum á 18. og 19. öld. í fremur sláandi grein eru þessar staðreyndir settar í samhengi við önnur lönd og má landinn þar sitja undir öllu nei- kvæðari útkomu en heilbrigðiskerfi nútímans er talið þurfa að gera. Hún fjallar um ýmsa þætti aðbúnað- ar, húsakost, fæði og klæði og setur fram myndir og töflur máli sínu til stuðnings. Grein þessi vakti strax at- hygli mína fyrir góða framsetningu og vinnubrögð. I henni mætti án efa ræða margt eins og í hinum fyrri, en í heild er þetta gott verk. Ég velti því t.d. fyrir mér hvort þau samfélög sem hún ber saman á átjándu öld séu sambærileg. Þannig er Bretland þess tíma án efa í annarri stöðu en ísland. Dagný notar sem fyrirsögn máls- hátt sem er sífellt notaður ranglega. Um er að ræða málshátt sem hljóð- ar svo í munni almennings: „þeir sem guðirnir elska deyja ungir." Þetta er grísk grafskrift og ber vitan- lega merki fjölgyðistrúar sem ætti vart að eiga heima í okkar lútherska samfélagi. En í raun segir á legstein- inum: „sá sem guðirnir elska, deyr ungur". Þetta er vitanlega sparðatín- ingur og ekki áfellisdómur yfir Dagnýju Heiðdal, en þessu ætti að breyta því upprunalega áletrunin finnst mér fallegri. Lýður Pálsson fjallar hér næst um uppgang og hnignun rjómabúa hér- lendis á fróðlegan hátt. Lára Ágústa Ólafsdóttir fjallar svo um mjólkurskóla og mjólkurbús- stýrur í stuttri grein og góðri. Lýður Björnsson gerir stutta at- hugasemd við grein Hrefnu Róberts- dóttur frá 1986 um helmingaskipti hjóna. Er það góð ábending um það hve heimildaval getur markað kenn- ingar í fræðunum og hvetur án efa til frekari rannsókna á sviði sam- búðar og ástamála fyrri alda. Að lokum í heild má flokka þetta hefti Sagna í hóp þeirra góðu í ritröðinni. Þarna má lesa margar góðar greinar og fróðlegar rannsóknir. Meginskila- boðin til mín eru þau að sagnfræði- nemar ættu að halda þessu starfi lif- andi og gæta þess vandlega að vera á lipurri fræðilegri línu í framsetn- ingu en gæta þess að falla ekki ofan í blaðamennskustílinn, sem stund- um hefur brunnið við í fyrri heftum. Einnig dreg ég þá ályktun af hin- um ýmsu greinum hér að þörf sé fyr- ir rannsóknir á stórum vandamál- um, en á byggðasögulegum grunni. Þannig mætti ímynda sér að sagn- fræðideildin leggði línur með stór verkefni hjá stúdentum sem ynnu síðan sjálfstæð verkefni eða B.A. rit- gerðir innan verkefnanna. Ekki þyrfti mörg ár til að fá heillega mynd af ýmsum málum og varla skortir vettvang til útgáfu ef litið er til allra þeirra tímarita sem þetta fag á og þess áhuga sem þjóðin sýnir sagn- fræði. í versta falli gæti deildin birt áfangaskýrslur í sérstakri ritröð. Ekki þarf að leggja áherslu á það hve dýrmætt slíkt yrði fyrir skóla- starf, sérstaklega úti á landi þar sem heimildir og söfn eru fjarlægir draumar í því ástandi sem nú ríkir. Vale stúdentar! Magnús Þorkelsson. SAGNIR 113
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.