Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 19

Sagnir - 01.06.2000, Qupperneq 19
„Minnisleysi sögunnar" Hlutverk MENNTAMANNA FYRIR OG eftir Balkanstríðin Viðtal við Zarana Papic, Vesna Kesic og Vjollca Krasniqi Fyrir stuttu var haldin ráðstefna á vegum Rannsóknarstofu í kvennafræðum, sem fjallaði um konur og átökin á Balkanskag- anum. Til landsins komu þrjár virtar fræðikonur fyrir tilstuðlan Irmu Erlingsdóttur forstöðumanns Rannsóknarstofu í kvenna- fræðum og Vals Ingimundarsonar sagnfræðings og kennara við Háskóla Islands en þau skipulögðu ráðstefnuna. Þær Zarana Papic, mannfræðingur, Vesna Kesic, félags- og sálfræðingur og Vjollca Krasniqi, félags- og bókmenntafræðing- ur, settust niður með Vali Frey Steinarssyni, sagnfræðinema, til þess að ræða ástandið á Balkanskaganum í víðu samhengi. Um- ræðurnar voru langar og mjög fræðandi en hér á eftir birtist stuttur úrdráttur þar sem athyglin beinist að hlutverki mennta- manna og háskólanema í átökunum á Balkanaskaga. Zarana Papic, sem fædd er í Sarajevo en býr í Belgrad, hefur verið virk í kvennahreyfingunni í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu frá árinu 1976 og einbeitt sér í rannsóknum sínum að hlutskipti kvenna. Umræðurnar um hlutverk menntamanna í átökunum spunnust út frá spurningu reistri á tilvitnun í Papic. Hún sagði í kennslustund með nemendum í áfanganum Ófriður á 20. öld. sem hún sótti ásamt Krasniqi, að Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, og stjórn hans hefðu ekki staðið ein í því að notfæra sér sögu landsins í pólitískum tilgangi, held- ur hafi meginþorri menntamanna, meðal annars sagnfræðinga, tekið virkan þátt í því að móta þjóðernislega sjálfsmynd serbnesku þjóðarinnar. Það vekur óneitanlega forvitni íslenskra námsmanna og sérstaklega sagnfræðinema að vita hvernig lífið í háskólunum á Balkanskaganum var almennt. Voru þeir og há- skólasamfélagið undirlögð hinni opinberu pólitísku orðræðu eða var virk andstaða gegn hugmyndafræði ríkisins innan skól- anna, t.d. meðal nemenda? Papic sagði að sögulega séð hefði alltaf verið til hópur fræði- manna sem væru miklir þjóðernissinnar. Það væri mismunandi eftir fræðigreinum en serbneskir sagnfræðingar væru þó flestir þjóðernissinnar. Þegar Milosevic komst svo til valda í Serbíu urðu skoðanir þjóðernissinna meðal menntamanna mjög fljótt að opinberri stefnu og voru menn hliðhollir henni settir í lykil- stöður, þar á meðal í fjölmiðlum og skólum. Margir fræðimenn í Serbíu voru mjög hrifnir af 19. aldar hugmyndinni um rómantískt hlutverk menntamanna í þjóðern- isvakningu þjóðarinnar. Þeir töldu sig vera að uppfylla þetta Zarana Papic, Vesna Kesic og Vjollca Krasniqi fluttu erindi á ráðstefnu á veguni Rannsóknarstofu í kvennafræðum. hlutverk sitt með því að fá fólk til þess að upplifa sig sem þjóðernissinna. Þeir beittu sér fyrir því að orð- ræðan breyttist og smám saman fór að bera meira á tungutaki þjóðernishyggjunnar í skrifum mennta- manna. Einnig áttu þeir stóran þátt í að framkalla það sem Papic kallaði „minnisleysi sögunnar" með því að fallast á skýringar þjóðernissinna á henni og sníða sínar rannsóknaniðurstöður að henni. Til dæmis hefði fólki verið kennt og sagt frá því hvernig það var að búa í fjölmenningarlegu samfélagi, án þess að styðjast við sjálfa söguna heldur eingöngu áróður þjóðernishyggjunnar. Eitt af lykilatriðunum í þróun stjórnar Milosevic, að sögn Papic, var að kúgunin var ekki eins skipulögð og ætla mætti, heldur var ein- ungis lögð áhersla á að reyna að ráðast á „sterkustu óvini ríkisins". Þess vegna var mörgum, sem ekki gegndu háum stöðum, hægt um vik að tala um og gefa út rit sem gagnrýndu Milosevic og stjórn hans, þó einungis í litlu upplagi. Einnig var mjög mismun- andi milli deilda í háskólum landsins hvernig kúgun stjórnarinnar var og fór það mikið eftir hugmyndum kennara við deildirnar. 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.