Sagnir - 01.06.2000, Page 43

Sagnir - 01.06.2000, Page 43
Sigfús Ingi Sigfússon ER FÆDDUR ÁRIÐ 1975- HaNN STUNDAR BA N’ÁM í SAGNFRÆÐI VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS. Grundarbardagi Af ÁTÖKUM YFIRSTÉTTARINNAR AÐ LOKNU ÞJÓÐVELDI Þykir nú þeim félögum sem þeim séu allir vegir færir og hyggjast að fara herferð til Norðurlands og lækka rostann í bændum. Halda þeir með flokk sinn af Alþingi norður yfir fjöll og koma ofan í Eyjafjörð, er vika var af júlí, sumarið 1362. Þá var einna mest fyrir eyfirðingum Einar, bóndi á Grund, og Helga, kona hans. Bóndi var ekki heima er Smiður kom í héraðið en njósn hafði borist fyrir þeim félögum og ekki friðvænleg. Var sagt að þeir ætluðu að drepa eða stökkva úr landi mörgum helstu bændum þar úr sveitum. Flokkurinn stefndi niður að Grund. Var þar fátt manna heima en Helga húsfreyja tók gestunum vel og sparaði hvorki við þá mat né drykk. En meðan komumenn sátu að veislu lét Helga safna liði um héraðið. Og er bændur voru fjölmennir orðnir réðu þeir til inngöngu í skálann þar sem hirðstjóri svaf með mönn- um sínum. Þeir hrukku upp við hávaðann og náðu flest- ir vopnum sínum og hringabrynjum. Smiður var fræk- inn maður og vopnfimur en er á hann hallaðist bardag- inn og lið hans var sumt fallið eða flúið í kirkju stökk hann upp á skálabitann og varðist þaðan alllengi. En þó kom þar að hann var ofurliði borinn. Jón skráveifa reyndi að flýja en náðist og var barinn til bana með kylf- um. Þeir sem komust í kirkju fengu grið. Lík Smiðs var flutt til Hóla og greftrað þar en fylgdarmenn hans voru grafnir á Grund. Helga fékk sæmd mikla af sinni fram- göngu er hún leysti byggðina frá þessum vágestum.1 Þessi frásögn af Grundarbardaga og hetjuskap Helgu á Grund birtist í íslandssögu Jónasar Jónssonar frá Hriflu en kennslubækur hans voru notaðar í kennslu um áratugaskeið í íslenskum barnaskólum. í kennslubókum Jónasar birtist römm þjóðernishyggja í frásögnum eins og hér að ofan um baráttu milli góðra íslendinga og vondra útlendinga. I bókum hans kemur enn fremur fram mikil dýrkun á framtaki, verkum og vilja nafngreindra einstaklinga.2 Þessi stilbrögð hafa þrátt fyrir að vera barn síns tíma þann kost að kennslubækur Jónasar þóttu afar skemmtilegar aflestrar eins og höfundur þessarar greinar getur sjálfur vitnað um. En hversu mikið sannleiksgildi hefur þessi frásögn; hver var aðdragandi og hverjar afleiðingar bar- dagans á hinu norðlenska stórbýli? I þeirri stuttu umfjöllun sem Smiður varðist allengi en hann var frækinn maður og vopnfimur. hér fer á eftir verður rýnt í samtímaheimildir atburð- anna en sökum þess hve rýrar þær eru tek ég einnig þann kostinn að reyna að geta mér til um atburðarás- ina. Reyni ég þá fyrst og fremst að álykta út frá áreið- anlegustu heimildum og vísbendingum sem til eru hverju sinni. Eg vona að það gefi einhverja raun og varpi jafnvel nýju ljósi á eitthvað í tengslum við efn- ið. Stjórnarhættir á íslandi um miðbik 14. aldar Arið 1355 varð Hákon sjötti Noregskonungur lög- ráða og tók þá að stýra ríkisstjórn sinni. Fram að þeim tíma hafði Magnús Eiríksson, faðir Hákonar, borið ábyrgð á norsku ríkisstjórninni. Þegar hann af- salaði sér þeim völdum áskildi hann sér m.a. yfirráð yfir Islandi. Þannig losnuðu Islendingar um tíma úr konungssambandi við Noreg, að nafninu til að minnsta kosti, og heyrðu þess í stað undir Magnús sem einnig var konungur Svía.3 Magnús konungur var alla sína stjómartíð í sí- felldum fjárkröggum. Ein þeirra leiða sem hann not-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.