Félagsbréf - 01.07.1957, Page 18

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 18
16 FÉLAGSBRÉF Ég held að ógæfa Stofnunarinnar sé að mestu leyti sjálfskap- arvíti. Ég held, að þessi piltur geti skrifað miklu betur, ef hann losar sig við óheppilegar fyrirmyndir, hristir af sér lífsleiðann og velur sér karlmannlegri viðfangsefni. Því að hvað er það annað en þróttleysi að velja sér einkum geðsjúklinga og fávita til að fást við? Það kostar vafalaust meiri baráttu að lýsa nokkurn veginn heilbrigðu og venjulegu fólki og vandamálum þess, og þótt sálsýkisfræði sé býsna forvitnileg fræðigrein, stendur þó heilbrigði hersdagsmaðurinn okkur flestum nær. Þótt þessi fyrsta bók Geirs Kristjánssonar sé að mestu villu- för, vonum við það, að með þeirri næstu stígi hann drjúgt spor í rétta átt og finni sjálfan sig — og enginn verður óbarinn biskup. Rétt er að taka hér með bók Jónasar Árnasonar, „Sjór og menn“. Þar er þó ekki um að ræða smásögur í eiginlegum skiln- ingi, heldur frásöguþætti úr daglega lífinu. Höfundur hefur verið blaðamaður og hefur tvímælalaust hæfileika í þá átt eins og hann á kyn til. Þættirnir bera þess merki, að hann er nokkuð þjálfaður í skóla blaðamennskunnar. Honum er einkar lagið að sýna lesendum sínum skýrt og vel inn í kjör sögupersónanna og myndir úr atvinnulífinu á sjónum. En J. Á. er ekki aðeins blaðamaður og sagnaþulur, hann á sér líka skáldskaparæð. Stíll hans er persónulegur og skemmti- legur, hann leikur sér t. d. afar laglega að endurtekningum, án þess að ofnota þær. Frásagnaraðferðin er öll með þeim hætti, sem hrífur mann með sér. Þar veldur ekki minnstu um hin þægilega kímni, sem ofin er víða í frásögnina, þrátt fyrir alvör- una undir niðri. En J. Á. skortir eitt til þess að verða verulega góður höfundur. Hann kann ekki að takmarka sig sem skyldi. En „In der Begrenz- ung zeigt sich der Meister", — meistarinn birtist í takmörkuninni. Jónas spillir víða góðri frásögn með því, að allt í einu flóir orða- straumurinn út yfir alla bakka og rýfur eðlilegt samræmi. Hvergi er þetta eins áberandi og í einu smásögunni í bókinni, „Tíðinda- laust í kirkjugarðinum", sögunni um Eirík karlinn Ásláksson,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.