Félagsbréf - 01.07.1957, Page 40

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 40
38 FELAGSBREF nefndum Huldufólk. Svipur hennar minnti á sjálf öræfin, fjalla- vötnin milli jöklanna, þögnina, hina miklu ró. Þar var engin mannleg ástríða, aðeins kyrrð og ósnortinn hreinleiki náttúr- unnar. Þótt hún horfði stundum á mig og augu okkar mættust, gætti engrar foi’vitni eða áhuga í tilliti hennar. Aldrei brosti hún og hvorki sá á henni gleði né hryggð. Hún stóð ávallt álengd- ar; ég fékk ekki að koma nær henni en sem svaraði tveim föðm- um. Fyrir kom að ég elti hana á leið, en þá hvarf hún mér. Aðeins einu sinni brá út af því og það atvik er mér sönnun þess, að í eðli hennar var bæði ábyrgðartilfinning og góðleiki. Mennsk telpa á mínum aldri hafði verið hjá okkur nokkrar vikur. Þótti mér fjarska vænt um hana og var óhuggandi, þegar hún fór. Gekk ég þá upp með Kaldagili, þangað sem lækur fellur í það, fyrir ofan túnið. Þar er fallegur foss og oft sá ég þar undurfagrar verur í úðanum, en vera má að hugarflug mitt hafi skapað þær. Sat ég nú þarna skælandi unz stúlkan úr klett- unum kom og settist skammt frá mér. Fór þá að brá af mér, því ég þóttist glöggt finna að hún kenndi í brjósti um mig. Leið nú löng stund og tók að kvölda, en þetta var í miðjum júlí og lítið farið að bregða birtu. Allan tímann horfðum við hvort á annað, og mér var farið að líða mjög vel, söknuðurinn horfinn og kyrrlát gleði komin í hans stað. Loks stóð hún á fætur, hægt en mjúklega sem hennar var vandi, og gekk af stað heimleiðis. En ég gat ekki afborið að skiljast við hana og rölti því á eftir henni upp hlíðina. Brátt nam hún staðar og leit á mig. Ekkert breyttist svipur hennar, en ég skildi full- vel til hvers hún ætlaðist: ég átti að fara til míns heima. Tók ég þá að vola og er hún hélt áfram, elti ég hana enn. Gekk svo alla leið upp að klettunum hennar, að hún hægði á sér öðru hvoru og leit til mín, en ég lét mér ekki segjast. Hjá neðsta klettastallinum sneri hún sér við og horfði á mig um stund. Fann ég þá aftur huggunina í návist hennar og hætti að skæla. Sá ég glöggt móta fyrir bústað telpunnar inni í klettunum; var fagurt þangað að líta og hefði ég feginn viljað dvelja þar með henni. Raunar vissi ég fullvel, að ekki varð komizt að hýbýl- um Huldufólksins, hvað þá inn í þau, því oft hafði ég revnt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.