Félagsbréf - 01.07.1957, Page 74

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 74
72 FÉLAGSBUÉF rætt um þá í greininni um bandarískar bókmenntir í síðasta hefti „Félagsbréfs". Eliot settist að vísu snemma að í Englandi, en er venjulega talinn til bandarískra skálda á sama hátt og W. H. Auden er talinn til brezkra skálda. Fyrri heimsstyrjöld rændi England nokkrum efnilegum ljóð- skáldum, sem féllu á æskuskeiði, þeirra á meðal Rupert Brooke, Wilfred Oiven, Isaac Rosenberg og Charles Hamilton Sorley. Þeir höfðu aílir gefið fyrirheit um glæsileg afrek. Stríðið hafði gertæk áhrif á mörg þeirra ungu skálda, sem voru að leita að sjáifum sér á þessum árum. Meðal þeirra var Siegfried Sassoon (f. 1886). Hann hóf skáldferil sinn með eftir- líkingum á eldri meisturum, en árið 1917 gaf hann út Ijóðabók- ina „The Old Huntsman“, er gerði nafn hans landfleygt sem efnilegasta ungskálds Breta. f bókinni eru mörg ljóð um styrj- öldina, þar sem ógnunum og grimminni er lýst í öllum sínum nakta hrottaskap. Næsta bók hans, „Counter Attack“ var svipuð að efni, en tónninn var bara ennþá bitrari. Hann hæddist að og tætti í sundur hina sjálfumglöðu vegsömun á „hetjudáðum" hermanna og „réttlæti“ styrjalda. Sassoon var í eðli sínu við- kvæm sál, en beisk reynsla vakti með honum brennandi hatur á hræsni stríðsmangara og hörmungum hermannanna, sem eru viljalaus verkfæri í höndum valdamanna og spekúlanta. Þessi ljóð hans eru óhefluð, en þau ólga af ástríðu og sann- færingu. „Stríðið er helvíti og þeir sem að því standa glæpa- menn“, sagði hann. Næsta bók hans, „Picture Shoiv“, var af- dráttarlaust svar til þeirra, sem héldu, að hann hefði talað út, eytt öllu púðri sínu og brunnið upp í eldi hatursins á styrjöld- um. Þessar þrjár ijóðabækur Sassoons eru heilsteyptustu og áhrifaríkustu sóknarskjöl gegn glæpamennsku styrjalda, sem út komu á ensku upp úr fyrri heimsstyrjöld. Þeim hefur verið jafnað við „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum" eftir Remarque. Síðari bækur Sassoons eru hljóðlátar. Hann hefur skrifað frá- bærar satírur í bundnu máli og áhrifarík ljóð um reynslu áranna eftir stríðið. Hinn gamli eldur lifir enn í ljóðum hans, en brenn- ur hægar. Sum Ijóð hans virðast ort í allt að því trúarlegu al-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.