Félagsbréf - 01.07.1957, Page 124

Félagsbréf - 01.07.1957, Page 124
122 FÉLAGSBRÉF mennsku-millibilsástandi, sem illt er við að una. Við verðum samt að reyna að vera þolinmóð í tuttugu til þrjátíu ár, því að þetta lagast sennilega ekki fyllilega fyrr. Þetta meðalmennsku- ástand er síður sök forráðamanna íslenzkra leikhúsa heldur en leikarastéttarinnar allrar, og eru leikstjórar þar meðtaldir. Þótt sitt hvað megi finna að vali á leikritum, þá hafa girnileg verk- efni verið lögð fyrir íslenzka leikhúsmenn, verkefni, sem ekki hefur tekizt að leysa sem skyldi. íslenzkir leikarar fyrtast lík- lega við þessi ummæli og kalla þau hrópleg ósannindi. Sennilega þykjast þeir vera allir af áhuga gerðir, en það er ekki nóg að segjast vera það, þeir verða að sýna það í verki. Nú er röðin komin að íslenzkum leikskáldum. Tvö verk eftir innlenda höfunda voru á leikskrá Þjóðleikhússins síðastliðið ár, tvö stórgölluð verk, einkum það fyrra. Það eina, sem vakti at- hygli mína, þegar ég sá Spádóminn, voru leiktjöldin, sem mér þótti fyrst í stað nýstárleg og óvenjuleg, en áður en sýningunni lauk áttaði ég mig á því, að þau voru líka svikin vara. Að und- anskildu einu allsæmilegu atriði í öðrum þætti, þá var Fyrir kóngsins mekt engan veginn skemmtun við konungshæfi, jafnvel þótt skotið væri inn bæði söngvum og dönsum til bragðbætis. Þeir gerðu annars bara illt verra, þegar á allt er litið, því að þeir eyðilögðu stíganda leiksins, sem hefði reyndar aldrei orðið mikil, þó að þeim hefði verið sleppt, og slitu svo í sundur skást riðuðu atriðin, að sjónleikurinn var orðinn undir lokin eins og sundurtætt net, sem var til einskis trúandi. Byggingu beggja þessara verka, persónusköpun höfunda og efnistökum, er ekki fárra bóta vant. Sama mætti raunar segja um öll leikrit núlifandi höfunda hér á landi að einum frátöld- um, þ. e. Agnari Þórðarsyni. Áður en meira er sagt, finnst mér rétt að taka það fram, að ég geri mun á leikritum annars vegar og sjónleikjum hins vegar. Við lesum leikrit, en horfum á sjón- leik. Sjónleikur er leikur settur á svið, og leikrit er því efni í sjónleik. Leikhúsmenn taka við, þar sem leikskáld hætta. Lífið er það hráefni, sem leikskáld vinna leikrit sín úr, en leikrit eru hins vegar það efni, sem leikhúsmenn byggja sjónleiki úr.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Félagsbréf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.