Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 10
Menningarmál
Skansvirkið í forgrunni. Sér til Stafkirkjunnar og til Klettsvíkur, þar sem eru heimkynni háhyrningsins Keikó.
aldar kirkna, en sú kirkja er nú varðveitt sem
minjar í Þrándheimi.
Kirkjan er liðlega 40 fermetrar að stærð og skipt-
ist í kirkjuskip, 6 m á lengd og 5 m á breidd, og
kór sem er 3,5 m á lengd og 3 m á breidd. Lofthæð
kirkjuskipsins er um 8 m á hæð undir mæni, en
lægri í kór, en þó í réttum hlutföllum við breidd
hússins. Kirkjan er öll byggð úr gamalli furu,
málmfuru sem sprottin er á tímabilinu 1750-1880.
Búnaður og helgigripir
Búnaður kirkjunnar og helgigripir eru flestir að
fornri fyrirmynd. Fyrst ber að nefna altaristöflu
sem er gefin af norsku kirkjunni, en þar er um að
ræða endurgerð af elstu altaristöflu Noregs kennda
við Olaf helga og er talin vera frá 1300-1320, en
hún sýnir Ólafssögu í ljórum mikilfenglegum
myndum. Á altarinu standa tveir voldugir altarís-
stjakar sem smíðaðir eru úr kopar af Björgvini
Svavarssyni, silfursmið í Mosfellsbæ. Fætur stjak-
anna eru skornir út af Sveini Ólafssyni myndskera,
með drekatáknum úr frumkristni. Á miðju altari
stendur víkingaskip sem jafnframt er breiður kerta-
stjaki, en það ber níu kertaljós og er fyrirmyndin
frá því um árið 1000, en eftirmyndin var smíðuð
fyrir byggingarnefndina í Ósló og er stjakinn gjöf
norsku fornminjastofnunarinnar NIKU til íslend-
inga.
Kaleikur kirkjunnar er handsmíðaður silfúrkal-
eikur sem ívar Björnsson, silfursmiður i Reykjavík,
smiðaði eftir einum fegursta kaleik landsins frá
Grundarkirkju i Eyjafirði. Hann er rúmir 20 cm á
hæð með breiðum innangylltum bikar, stöpulhnúð-
urinn fallegt víravirki settur íslenskum steinum, s.s.
japís og ópal. Ofanleitissókn og Kvenfélag Landa-
kirkju gáfu steininn sem vinargjöf frá móðurkirkj-
unni á Heimaey. Ivar Björnsson smíðaði einnig
patínu af silfri sem fylgir kaleiknum, en smiðurinn
sjálfúr gefur hana til minningar um afabræður sína
frá Skarðshlíð undir Eyjafjöllum og aðra sem fór-
ust með þeim árið 1901 i hörmulegu sjóslysi við
Vestmannaeyjar, en einnig um alla aðra er
drukknað hafa við Eyjar.
Bibliu á altarið gaf Jóhann Friðfinnsson til minn-
ingar um komu Hjalta og Gissurar til Vestmanna-
eyja hinn 18. júní árið 1000. Útgerðarfélagið Sæ-
hamar í Vestmannaeyjum gaf 35 sálmabœkur sem
eru merktar á bókarkápu „Stafkirkjan á Heimaey“.