Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 11
Menningarmál Róðukross er á gaflfleti hátt yfir kórdyrum. Líkneski Jesú Krists er skorið af Sveini Olafssyni myndskera, eftir elsta róðukrossi sem varðveittur er á íslandi. Það er upprisuróða sem kennd er við Upsa í Svarfaðardal. Skímarfonturinn er höggvinn af steini og er hann gjöf frá ísfélagi Vestmannaeyja, en myndlistarmað- urinn er norsk kona, Marit Benthe Norheim, búsett á Jótlandi. Steininn fann hún austur á fjöru á Nýja hrauninu eftir ábendingar frá Eyjamanninum Kristni Pálssyni. Listakonan hjó myndir af fimm karlmönnum og fimm konum sem standa allan hringinn, jafnháar steininum, ásamt Kristi upp- risnum. I skírnarskálinni, sem einnig er úthöggvin, snúa lófar beggja handa upp og bera þannig áfram blessun skírnarnáðarinnar. Skírnarvatnið er borið að lauginni í glerkönnu sem notuð var undir vin við útdeilingu á kristnihátíðarmessu á Þingvöllum 2. júlí 2000. Stór kertaljósakróna er í lofti kirkjuskips sem Alexander Einbjörnsson í Kópavogi vann úr smíða- járni. Hún er smíðuð út frá ljósakrónu sem er í Hofstavkirkju í Noregi fyrir 16 kertaljós á tveimur hæðum, samsett úr 300 handsmíðuðum hlutum. I lofti kórsins er minni kertaljósahvna i sama stil og við sömu fyrirmynd og smíðuð af Stefáni Lúð- víkssyni í Eyjablikki í Vestmannaeyjum. Rœðupúlt og bænaskemill við altarið fylgja kirkjugjöfinni, en auk þess 24 stólar úr furu. Önnur sæti eru bekkir að upprunalegri fyrirmynd, fastir við veggi og vesturgafl kirkjunnar. Tíu málverk eru í kirkjuskipinu, máluð af ís- lenskum listmálurum að beiðni byggingarnefndar, en biskup íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, valdi ritningargreinar úr ævi Krists sem listmálararnir sóttu myndefnið í. Málverkin tíu máluðu firnrn konur og fimm karlar, en málararnir eru Benedikt Gunnarsson, Sigrún Eldjárn, Karolina Lárusdóttir, Kristin Gunnlaugsdóttir auk Eyjamannanna Sig- munds, Bjarna Ólafs Magnússonar, Sigurfinns Sig- urfinnssonar, Guðjóns Ólafssonar, Steinunnar Ein- arsdóttur og Sigurdísar Arnardóttur. Sólveig Pét- ursdóttir kirkjumálaráðherra og Björn Bjarnason menntamálaráðherra ákváðu að málverkin tíu skyldu vera gjöf ráðuneytanna til Stafkirkjunnar. Steinhella er fyrir kirkjudyrum og er hún gjöf frá Holtálenfylki i Noregi en þangað er fyrirmynd Stafkirkjunnar sótt. Eimskip hf. gaf klukknaport en í portinu er kirkjuklukka sem er gjöf frá íbúum Lom, þar sem klukkan var smíðuð. Séra Bára Friðriksdóttir, prestur í Landakirkju, við altari Staf- kirkjunnar. Vígsla Það var i blíðskaparveðri sunnudaginn 30. júlí árið 2000 sem biskup Islands, herra Karl Sigur- björnsson, vígði Stafkirkjuna á Heimaey að við- stöddu miklu Qölmenni. Meðal viðstaddra voru þjóðhöfðingjar íslands og Noregs auk nokkurra ráðherra frá báðum löndum ásamt fjölda annarra gesta. Kirkjumálaráðherra Noregs, Trond Giske, afhenti Davíð Oddssyni forsætisráðherra gjöfina við hátíðlega athöfn fyrir vígslu. Skansinn Skansinn er virki sem var reist á Heimaey vegna ágengni og yfirgangs Englendinga á 15. og 16. öld. Virkið var gert á fyrri hluta 15. aldar af enskum kaupmönnum og útgerðarmönnum og var gert úr grjóti og torfi og var eins konar varnarveggur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.