Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 14

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 14
Samtalið Menningarborgarárið: Treysti böndin milli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga Samtal við Ingbjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Myndina tók Gunnar G. Vigfússon á skrifstofu borgarstjóra í Ráðhúsinu. „Menningarborgarárið 2000 styrkti samstarfið milli höfuðborgarinnar og annarra sveitarfélaga,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri er hún var innt eftir því hverju menningarborgarárið 2000 hefði skilað að því er varðaði samstarf höfuð- borgarinnar við önnur sveitarfélög innanlands, tengsl Reykjavíkur við aðrar menningarborgir og þar með hið alþjóðlega borgasamfélag og síðast en ekki síst uppbyggingu menningarstofnana í borg- inni til framtíðar. „Reynslan er í alla staði jákvæð,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Upp úr stendur víðtæk samstaða og sátt milli allra sem hlut áttu að rnáli, milli borgar og listamanna og fulltrúa ríkisins og þeirra sveitar- stjórna, sem aðild áttu að þeirn 32 verkefnum sem voru sameiginleg verkefni borgarinnar og annarra sveitarfélaga. Oft koma upp ágreiningsefni við hliðstæð verkefni og auðvelt væri að segja sem svo að fjármunum væri betur varið til annarra hluta en hátíðarhalda, en slíkar raddir heyrðust varla. Þetta finnst mér upp úr standa eftir á og raunar merkilegt hve góð sátt og samstaða ríkti milli allra sem að verkefninu stóðu. Eins hvað verkefnið varð ijöl- breytt, en unnið var út frá þeirri merkingu að menning væri allt sem maðurinn gerir vel, hvort sem það er að rækta korn, semja tónverk eða stunda sjó. Öll metnaðarfull viðleitni til að bæta einhverju við það sem fyrir var með jákvæðri til- finningu var tekin gild. Þetta var líka meginhugs- unin bak við þetta allt, að allir hópar samfélagsins gætu sýnt og tjáð sína menningu. Það var ánægju- legt að íylgjast með þegar heilt samfélag í einum bæ tók sameiginlega á svona verkefni; þá varð það jafnt meðvitað sem ómeðvitað til að treysta böndin rnilli Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga. Þarna var Reykjavík komin út á land og öfugt, til dæmis Grindavík kornin til Reykjavíkur. Rekstrarafgang- urinn eftir árið var síðan notaður til að stofna menningarborgarsjóð sem væntanlega á eftir að efla þessi bönd milli borgarinnar og annarra sveit- arfélaga.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.