Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 15
Samtalið
Það var litskrúðugur barnakór grunnskóla borgarinnar sem söng á Arnarhóli 27. maí. Hluti kórsins söng einnig framan við hús
Menntaskólans I Reykjavík á hátíðlnnl 19. ágúst. Ljósm. Unnar Stefánsson.
- Kom Háskóli Islands að þessu verkefni?
„Já, Páll Skúlason háskólarektor var formaður
stjórnar menningarborgarársins og tók háskólinn
virkan þátt i atburðum ársins. Háskólinn er líka
merkilegasta menningarstofnunin sem við eigum
og það er sérstaklega ánægjulegt að hann skuli upp
á síðkastið hafa sýnt aukinn áhuga á hefðbundnum
viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Eitt fyrsta
merki þess að borgin njóti góðs af því er hið nýja
borgarfræðasetur sem borgin og háskólinn standa
sameiginlega að og ætlað er að stunda fræðistörf á
sviði málefna borga og byggða.“
— Varfengur að samstarfinu við aðrar menning-
arborgir Evrópu?
„Reykjavík var í hópi níu menningarborga Evr-
ópu á aldamótaárinu. Hinar voru Helsinki, Bergen,
Kraká, Prag, Brussel, Avignon, Santiago de Comp-
ostela og Bologna. Með þessum borgum voru
unnin ein 42 sameiginleg verkefni sem sum voru
fólgin í heimsóknum listamanna héðan til hinna
borganna. Eitt var sameiginlegt verk þeirra allra
undir forustu Reykjavíkur, söngkórinn Raddir Evr-
ópu. Annað stórvirki, uppfærslan á Baldri, var
sameiginlegt verkefni norrænu borganna, Reykja-
víkur, Bergen og Helsinki. Vissulega er ávinningur
að því að Reykjavík komist á landakortið víða í
Evrópu þar sem fólk veit sennilega lítið um
Reykjavík og Island. Þegar fólk í þessurn borgum
hefur fýrir augunum stóra fána með merki Reykja-
víkur og kynnist menningaratburðum sem sýnir því
að landið er ekki lítil eyja með skrýtnu fólki heldur
evrópskt samfélag á háu menningarstigi þá hlýtur
það að draga athygli að Reykjavík og landinu.“
- Hvaða einstakir viðburðir menningarborgar-
ársins standa upp úr aó þínum dómi nú þegar
nokkuð er frá liðið?
„Um það er mér ómögulegt að dæma. Því má
heldur ekki gleyma að helmingur af atburðum
Listahátíðar í Reykjavík, sem hélt upp á 30 ára af-
mæli sitt, fór fram í samstarfi við menningarárið.