Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 29
Söfn
443
Malbikunarframkvæmdir í Pósthússtræti 1918-1920. Ljósm. Magnús Óiafsson.
ings og sérfræðinga á ljósmyndum og ljósmynda-
menningu. Þáttur í því er safnkennsla fyrir öll
skólastigin þar sem böm og unglingar eru frædd
urn ljósmyndina og sögu hennar. Einnig leggur
safnið stund á og stuðlar að rannsóknum á öðrum
sviðum ljósmyndunar, s.s. ljósmyndasögu, listfræði
og forvörslu. Safnið veitir almenningi, fyrirtækjum
og stofnunum Reykjavíkurborgar ráðgjöf og þjón-
ustu á sviði ljósmyndunar. Þá sinnir Ljósmynda-
safn Reykjavíkur ljósmyndatökum og samtíma-
skáningu í Reykjavík.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir ljós-
myndaefni sitt við fullkomnar geymsluaðstæður í
geymslum sem eru hannaðar samkvæmt ströngustu
kröfum um varðveisluskilyrði. Á safninu er einnig
sérútbúið forvörsluverkstæði. Á safninu er starf-
rækt myndvinnsla sem annast vinnslu á myndum
fyrir safnið og viðskiptavini.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur hefur staðið fyrir
fjölda ljósmyndasýninga í áranna rás, bæði eitt og
sér og i samstarfi við önnur söfn og fyrirtæki. Rík
áhersla er nú lögð á ljósmyndasýningar safnsins
og hafa sýningarnar sem haldnar hafa verið í
nýjum húsakynnum vakið mikla athygli. Ljós-
myndasafnið er með þrjá fasta sýningartíma ár
hvert í sýningarsal Grófarhúss á 6. hæð. Ljós-
myndasýningar eru haldnar í febrúar, yfir sumarið
og í nóvember.
í febrúar 2001 var haldin ljósmyndasýningin
Eyðibýli, samsýning Nökkva Elíassonar og Brian
Sweeney á eyðibýlum á Islandi. Sú sýning vakti
mikla athygli sem og stórsýningin HENRI CART-
IER-BRESSON: París sem er íyrsta einkasýning
þessa heimsfræga ljósmyndara á Islandi. Sú sýning
stóð frá 9. júní - 29. júlí og hana sóttu 3000 gestir
sem er nýtt aðsóknarmet safnsins. Hinn 3. nóvem-
ber sl. var opnuð sýningin Reykjavík samtímans,
samsýning 17 af fremstu ljósmyndurum landsins,
og íyrir dyrum stendur sýning Guðmundar Ingólfs-
sonar, Óðöl og innréttingar, og verður opin til 24.
mars 2002.
Framlag Ljósmyndasafns Reykjavikur til Lista-
hátíðar í Reykjavík á komandi vori verður sýning
Mary Ellen Mark, American Odysey, sem verður á
Kjarvalsstöðum i samvinnu við Listasafn Reykja-
víkur.
Ljósmyndasafnið er opið mánudaga til föstudaga
milli kl. 10 og 16 og um helgar þegar sýningar
standa yfir í Grófarsal.
Veffangið er Ijosmyndasafnreykjavikur.is