Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 54
468
Erlend samskipti
og því skipta þekking á starfsháttum Evrópusam-
bandsins og persónuleg sambönd afar miklu máli.
Fulltrúinn rnyndi einnig leita eftir hentugum sam-
starfsaðilum til verkefnavinnu, tækifærum og
styrkjum og tæki jafnframt á móti hópum íslenskra
sveitarstjórnarmanna og öðrum þeim aðilum sem
vilja kynna sér þátttöku sveitarfélaganna í Evrópu-
samstarfi.
Mikilvægur þáttur i starfinu yrði einnig að sinna
tengslum við íslenska aðila, svara fyrirspurnum og
kynna málefni. Fulltniinn myndi án efa þurfa að
koma reglulega til landsins til funda- og ráðstefnu-
halds, því afar mikilvægt er að tengslin við skrif-
stofuna í Reykjavík séu góð til að störf hans
nýttust sem best.
Þótt slíkur erindrekstur, sem hér hefur verið rætt
um kunni að reynast afar gagnlegur í framtíðinni
myndi hann engu skila án sérstakrar grunnvinnu.
Áður en út í slíkt yrði farið yrði sambandið að
auka samskipti sín við einstaka ráðuneyti og al-
þjóðleg samtök, eins og bent hefur verið á. Leiða
má að því líkur að fastur erindrekstur Sambands
íslenskra sveitarfélaga í Brussel muni í framtíðinni
reynast vænlegur kostur en eitt verður að leiða af
öðru. Miklu máli skiptir að opna fyrir upplýsta og
opinskáa umræðu um stöðu sveitarfélaganna í
Evrópusamvinnu og þær skuldbindingar og tæki-
færi sem í henni felast. í kjölfar slíkrar umræðu
væri jafnframt skynsamlegt að móta langtíma-
stefnu í málaflokknum þvi áhrifin munu síst verða
minni á komandi árum. Þótt innganga í Evrópu-
sambandið sjálft sé ekki á stefnuskrá stjórnvalda
eru áhrifin af lagasetningu þess hér á landi afar
mikil og því ber okkur að nýta þau fjöhnörgu
tækifæri sem í EES-samningnum og aukinni
alþjóðlegri samvinnu felast.
Skoðkl tel
ÁrsaLir 1-3
2 lyftur í hverju húsi
-
Alklædd lyftuhús
Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf hefur nú hafið byggingu á tveimur
glæsilegum 10 og 12 hæða fjölbýlishúsum í Salahverfinu i Kópavogi. Húsin
verða með vandaðri utanhússklæðningu úr áli og álklæddum trégluggum og
verða þvi viðhaldslitit. íbúðir húsanna, 3ja og 4ra herbergja, eru mjög
vandaðar og rúmgóðar.
BYGG
Vönduö hús á
fallegum útsýnisstað
Garður verður fullfrágenginn
með trjágróðri
Sjónvarpsdyrasími í öltum
íbúðum
Sjálfvirkir hurðaopnarar
á aðathurðum
Hafið samband við sötuaðita og
fáið sendan bækling.
ir af húsunum á www.fjarfest.1s
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALAíhf
Borgartúni 31
Sfmi 562 -4250