Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Qupperneq 56
Erlend samskipti
Valgerður Sigurðardóttir, forseti bœjarstjórnar Hafnarfjarðar:
Frá vinabæjamóti í Finnlandi
HafnarQörður er eins og fleiri sveitarfélög í
góðum vinabæjasamskiptum.
Bærinn er í keðju norrænna vinabæja sem eru
Frederiksberg í Danmörku, Uppsala í Svíþjóð,
Bærum í Noregi og Hámeenlinna í Finnlandi, svo
og Tartu í Eistlandi. Hafnarfjörður á mjög góð og
mikil samskipti við Cuxhaven í Þýskalandi; þá eru
vinabæjatengsl við Þvereyri í Færeyjum og Jakobs-
havn/Ilulissat á Grænlandi. Einnig á Hafnaríjörður
Baoding í Kína sem vinabæ.
Norrænu vinabæirnir halda reglulega vinabæja-
mót annað hvert ár, nú síðast í Hámeenlinna í
Finnlandi dagana 24. til 27. maí sl.
Eins og venja er sækja slík mót kjörnir fulltrúar
bæjarfélagsins, embættismenn, æskulýðs-, tónlist-
ar- og íþróttafólk og fulltrúar Norræna félagsins í
Hafnarfirði.
Valgerður Signrðardóttir
lauk gagnfrœðaprófi frá
Héraðsskólanum í Reykholti
1970 og sótti framhaldsnám
í sjávanitvegsfrœðum við
Endunnenntunarstofnun
1995. Hún hefur síðan
starfað sem fiskverkandi, í
frystihúsi og sláturhúsi, við
afgreiðslu- og skrifstofu-
störf og verið framkvœmdastjóri Kvenréttindafé-
lags íslands (KRFÍ). Hún varfulltrín Sjálfstœðis-
flokksins í stjórn KRFÍfrá 1985 til 1992 og hefur
verið forseti Rótaiýklúbbs, formaður Sinawikk-
lúbbs og átt sœti í stjórn Vorboða, félags sjálfstœð-
iskvenna í Hafnarfirði og hefur átt sœti í stjórn
Hafnar, öldrunarsamtaka, frá 1999. Valgerður var
varafulltrúi í hafnarstjórn í Hafnarfirði frá 1990 til
1994, aðalfulltrúi frá 1994, þar af formaðurfrá
1994 til 1997 ogfrá 1998 og í stjórn Hafnasam-
bands sveitarfélaga frá árinu 2000. Hún hefur átt
sæti í bœjarstjórn Hafnarjjarðarkaupstaðarfrá
1994 og í bæjarráði og verið forseti bœjarstjórnar
frá 1998. Hún var í stjórn Samtaka sveitarfélaga á
höfuðborgarsvœðinu (SSH) frá 1994 til 1998.
Tilgangur með vinabæjasamskiptum er margs
konar, t.d. að fulltrúar bæjanna kynni fyrir hver
öðrum nýjustu áherslur til bættrar þjónustu, skil-
virkari stjórnsýslu eða annars konar framfarir sem
til nýmæla teljast í sveitarfélögunum hverju sinni;
þá er öflugt samstarf meðal unga fólksins, svo sem
samstarfsverkefni í tónlist, dans og leikjum og
keppni í iþróttum. Þá er einnig fjallað um samstarf
norrænu félaganna í löndunum.
Hámeenlinna eða Tavastehus, eins og borgin heitir
á sænsku, er um það bil 100 km frá höfúðborginni,
Helsinki, íbúar þar eru rúml. 46000 og þar fæddist
tónskáldið Síbelíus og eru heimamenn stoltir af
því. Bærinn er talinn elsti bær í Finnlandi en kaup-
staðarréttindi fékk hann fyrst árið 1639. Þegar allir
fulltrúar vinabæjanna sem áður eru nefndir voru
komnir voru þar hátt á annað hundrað gestir.
Dagskrá var kynnt í hádegi á fimmtudeginum; var
hún nokkuð þétt þar sem tíminn var nýttur til hins
ýtrasta. Klukkan ljögur sama dag var setningarat-
höfn og fluttu þar fulltrúar Norrænu félaganna
kveðjur og þakkir. Athöfnin fór fram á markaðs-
torgi bæjarins, þá þegar voru látin boð út ganga
til þeirra sem áttu heimboð í heimahús nokkurra
gestgjafa, en það hefúr verið siður þar sem því
hefur verið við komið að bjóða sem flestum
gestum í heimahús. Þær heimsóknir mynda oft
nánara samband og hef ég eignast í slíkum heim-
sóknum vini sem ég er í skriflegu sambandi við á
milli móta.
í dagskránni stóð þátttakendum til boða konsert
sem Sinfóníuhljómsveitin í Bærum í Noregi hélt;
var konsertinn góður enda stjórnandinn sérlega
skemmtilegur stjórnandi og kynnir um leið.
Okkur var boðið í siglingu, en þrátt fyrir fegurð
landslagsins var okkur Hafnfirðingum nokkuð kalt
og héldum við á okkur hita með góðum bröndurum
og var mikið hlegið.
Pallborðsumræður fóru fram á fostudagsmorgni.
Fulltrúar bæjanna kynntu þar nýjustu áherslur og
reynslu í rekstri sinna sveitarfélaga til bættrar og