Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 61

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 61
Öryggismál 475 endurútgefið 1992, er yfirlit um ofanflóð sem fallið hafa hér á landi. Ritið er byggt á annálum og öðrum heimildum urn snjóflóð síðan á tólftu öld. Þar koma einkum fram upplýsingar um snjóflóð sem ollu tjóni á mannvirkjum í byggð eða slysum og manntjóni. Fyrsta snjóflóðið sem vitað er til að valdið hafi manntjóni féll árið 1118 í Dölum og fórust þar fimm menn. Samtals hafa um 680 farist í snjó- flóðum og skriðufóllum á íslandi síðan þá sam- kvæmt heimildum. Gera má ráð fyrir að nokkur hundruð dauðsföll hafi ekki verið skráð. Á um 250 ára tímabil fyrir 1600 eru ekki til annálar. Gera má ráð fyrir að nokkurra hundraða fórnarlamba snjó- flóða sé ekki getið í heimildum, einkum á þvi tímabili. Fyrir miðja nítjándu öld bjó meirihluti íslendinga í dreifbýli. Stór hluti snjóflóðaslysa varð á sveita- bæjum og þegar fólk lenti í flóðum nærri bæjum eða á ferð milli bæja. Undir lok nítjándu aldar tók fjöldi þéttbýlisstaða að myndast á VestQörðum, Norðurlandi og Austfjörðum þar sem aðstæður til sjósóknar voru góðar (1. mynd). Á hluta staðanna reyndist vera snjóflóðahætta. Nokkur hörmuleg snjóflóðaslys urðu á tímabilinu 1880-1920 en á því tímabili var veðrátta tiltölulega óhagstæð. Fiskiþorpin á Vestljörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum stækkuðu mikið á tímabilinu 1930 til 1980. Við það fjölgaði mjög húsum á snjóflóða- hættusvæðum. Á flestum þessara svæða eru ekki til heimildir um snjóflóð eða skriðuföll. Það er ein- ungis nýlega sem farið var að skrá snjóflóð sem ekki ollu slysum eða tjóni á mannvirkjum. Um miðja tuttugustu öldina (um 1925-1965) var veð- . Bolungarvik 1. mynd. Helstu þorp og bæir á íslandi sem búa við hættu á snjóflóðum og skriðuföllum. urfar tiltölulega milt. Þess vegna féllu sennilega færri snjóflóð á þessum árum og færri slys eru skráð en um aldamótin 1900. Vegna versnandi veð- urfars eftir 1965 hefur tíðni snjóflóða aukist. Nokkur mannskæð snjóflóð hafa fallið síðustu ára- tugi. Þau hafa fallið á tiltölulega nýbyggð svæði í bæjum á Vestfjörðum og Austijörðum. Á 2. mynd eru sýndir staðir þar sem vitað er að snjóflóð hafa valdið tjóni eða slysum frá landnámi (byggt á mynd í grein eftir Helga Björnsson frá 1980). Þó að stærstur hluti óhappanna hafi orðið á Vestfjörðum, Mið-Norðurlandi og Austurlandi eins og nefnt var að framan tengjast snjóflóðavandamál flestum byggðum svæðum á Islandi. Þó er staðan verst á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Þetta sést glögglega á 3. mynd þar sem sýndar eru sömu upplýsingar og á 2. mynd en án korts af landinu í bakgrunni. Athyglisvert er að sjá að auð- velt er að greina megindrætti í útlínum landsins eftir staðsetningu skráðra snjóflóðaóhappa einni! Landfræðilegar aðstæður Flest svæði þar sem snjóflóð ógna íbúum eru nærri ströndinni á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum (1. mynd). Yfir hættusvæðunum gnæfa fjöll sem yfirleitt ná upp í 400 til 700 m h.y.s. Fjöll á Vestfjörðum eru oft flöt að ofan og mynda stórar hásléttur. Háslétturnar eru aðsóps- svæði skafrennings sem getur flutt mikinn snjó inn á upptakasvæði snjóflóða við óhagstæðar aðstæður. 2. mynd. Staðir þar sem orðið hafa slys eða tjón af völdum snjó- flóða síðan land byggðist á níundu öld (byggt á mynd í grein eftir Helga Björnsson frá 1980). Samtals 225 staðir eru sýndir. Gera má ráð fyrir að marga staði vanti á myndina vegna þess að göt eru í heimildum og einnig vegna þess að lýsingar á mörgum slysa fyrr á öldum eru ekki nægilega nákvæmar til þess að teikna megi þau á kort.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.