Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 62

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Side 62
476 Öryggismál 3. mynd. Sömu gögn og í 2. mynd nema hvað kort af íslandi er ekki í bakgrunni. Útlínur landsins má auðveldlega greina út frá landfræðilegri dreifingu snjóflóðaslysa. Fjöll á Austfjörðum mynda egghvassa hryggi og eru að því leyti líkari landslagi í Ölpunum. í mörgum löndum veitir þéttur skógur, sem þekur brattar hliðar, náttúrulega vernd gegn snjó- flóðum. Isiand er nánast skóglaust og raunar er skóglína oftast langt neðan mögulegra upptaka- svæða snjóflóða. Skógleysið veldur því ennfremur að sjaldnast má fá upplýsingar um tíðni snjóflóða með því að kanna aldur og tegundadreifingu skóga eins og víða er hægt í öðrum löndum. Stundum er hægt að nýta jarðfræðileg ummerki svo sem gerð lausra jarðlaga og steinadreif, sem borin er fram af snjóflóðum, til að rneta tíðni og mestu skriðlengd snjóflóða. Slíkar rannsóknir eru tiltölulega nýhafnar hér á landi og á frumstigi. Veðurfar Hættulegustu snjóflóðahrinurnar á íslandi eru af völdum krappra lægða sem valda hvassri norðan- og norðaustanátt á hættusvæðum á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Mikil snjókoma og skafrenningur að upptakasvæðum eru oftast sam- fara hættulegustu snjóflóðahrinunum. Við slíkar aðstæður hefur meðalvindhraði mælst allt að 45 m/s. Skafrenningur frá víðáttumiklum aðsóps- svæðum getur skipt sköpum um stærð flóða undir þessum kringumstæðum. Slys Samtals hafa 193 farist í snjóflóðum, krapa- flóðum og aurskriðum á íslandi síðan 1901. Þar af létust 113 í byggingum, á atvinnusvæðum eða innan þéttbýlis og 80 fórust á vegum eða á ferð í óbyggðum. Meirihluti manntjóns varð vegna snjó- og krapaflóða. Aurskriður og grjóthrun ollu 27 dauðsfallanna. Fjöldi slysa i hverjum flokki er sýndur í 1. töflu. 1. tafla. Dauðsföll af völdum snjóflóða og skriðufalla 1901-2000. Byggð Utan byggðar Samtals Snjóflóð 107 59 166 Skriðuföll 6 21 27 Samtals 113 80 193 Frá snjóflóðunum í Neskaupstað árið 1974 hafa alls 69 látist vegna snjóflóða, krapaflóða og skriðu- falla eins og fram kemur í 2. töflu. Þar af fórust 52 í húsum, á atvinnusvæðum eða innan bæja og 17 fórust á vegum eða á ferðalögum í óbyggðum. Grjóthrun olli þremur dauðsföllum á sarna tímabili. 2. tafla. Dauðsföll af völdum snjóflóða og skriðufalla 1974-2000. Byggð Utan byggðar Samtals Snjóflóð 52 14 66 Skriðuföll 0 3 3 Samtals 52 17 69 Á 4. og 5. mynd er sýndur fjöldi dauðsfalla vegna snjóflóða síðustu 200 ár. Greint er á milli snjóflóða sem fallið hafa á og utan byggðar á hverju 25 ára tímabili. Slysum utan byggðar fækk- aði stöðugt frá 1826-1850 til 1951-1975, en 1976-2000 fjölgaði slysunum aftur. Fækkun slysa 50 4. mynd. Dauðsföll af völdum snjóflóða í byggð (heimili, vinnu- staðir, opin svæði í þéttbýli) á íslandi á tímabilinu 1801-2000. J
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.