Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Page 71
Umferðaröryggismál
Það er hluti af uppeldisskyldu
foreldra að sjá til þess að barn
læri að hegða sér þannig að það
lendi síður í óhöppum eða
slysum. Ökumaður ber ábyrgð á
því að farþegar hans yngri en 15
ára noti öryggisbúnað í bíl,
barnabílstól, bílpúða eða bílbelti.
Ef ökumaður sinnir ekki þessari
skyldu getur lögregla sektað
hann um 10.000 kr.
Akureyringar eru til fyrir-
myndar varðandi öryggi
barna í bílum
Nokkur sveitarfélög skáru sig
úr og voru til fyrirmyndar. Sem
dæmi má nefna að af þeim 100
börnum sem öryggisbúnaður var
skoðaður hjá á Akureyri voru öll
með öryggisbúnað. Að vísu voru
15% barna á Akureyri aðeins
með bílbelti, sem ekki er nógu
gott. Sem betur fer fækkar þeim
leikskólabömum með hverju ári
sem líður sem nota aðeins bíl-
beltin, en 17% þeirra barna sem
könnunin tók til nota eingöngu
bílbelti sem er óheppilegur ör-
yggisbúnaður fyrir börn á leik-
skólaaldri, einfaldlega vegna
þess að bílbelti eru hönnuð fyrir
mann sem er a.m.k. 140 sm og
40 kíló og henta þar af leiðandi
illa ungum börnum án aukabún-
aðar eins og bílpúða. Börn á
leikskólaaldri eru best varin í
barnabílstól eða á bílpúða, en í
könnuninni kemur fram að
41,6% leikskólabarna nota
barnabílstól og 31 % barna notar
bílpúða.
í Reykjavík voru 6% barna
eða 42 börn án öryggisbúnaðar. í
nágrannasveitarfélögum Reykja-
víkur voru 7% eða 34 börn án
öryggisbúnaðar. Á Suðurnesjum
voru 15% eða 20 börn án örygg-
isbúnaðar og á Vesturlandi voru
9% barna eða 13 börn án örygg-
isbúnaðar. Á Vestíjörðum voru
14% barna án öryggisbúnaðar
eða 9 börn. Á Norðurlandi voru
10% barna án öryggisbúnaðar
eða 25 böm. Á Austurlandi voru
10% barna án öryggisbúnaðar
eða 9 börn og á Suðurlandi voru
8% barna án öryggisbúnaðar eða
14 börn. Samtals voru 153 leik-
skólabörn á landinum öllu í úr-
takinu án öryggisbúnaðar sem er
slæmt ástand.
Notkun öryggisbúnaðar fyrir börn í bílum við leikskóla. Athugið að notkun bílbelta án
annars búnaðar telst ófullnægjandi öryggisbúnaður fyrir börn á leikskólaaldri. Könn-
unin var framkvæmd í leikskólum í apríl 2001.
Grænt: Bílstóll. Blátt: Bílpúði. Gult: Bílbelti. Rautt: Enginn búnaður.