Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 76

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Blaðsíða 76
Fræbslumál Bragi Michaelsson, forseti bœjarstjórnar Kópavogs: Vinnuskólar sveitarfélaga í nýju umhverfi Hinn 17. október var á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og Sambands íslenskra sveitarfélaga haldin ráðstefna í Svartsengi um vinnuskóla og framtíð þeirra. Ráðstefnan var haldin í tilefni af fimmtíu ára afmæli Vinnuskóla Reykjavíkur. Bragi Michaelsson, forseti bæjarstjórnar Kópa- vogs, sat ráðstefnuna af hálfu sambandsins og flutti þar framsöguerindi er hann nefndi „Vinnuskóli í nýju umhverfi“. í greininni eru helstu atriði frarn- söguræðu hans. Hvað er framundan í rekstri vinnuskóla fyrir unglinga? Eftir gerð nýrra kjarasamninga Launanefndar fyrir sveitarfélögin er ljóst að grunnskólarnir hafa lengt skólaárið og hefja skólarnir nú starfsemi sína 24. ágúst og ljúka henni um 10. júní. Þessi breyt- ing styttir þann tíma sem vinnuskólar hafa til um- ráða yfir sumarmánuðina. Þó má vel hugsa sér að Greinarhöfundur, Bragi Michaelsson, lauk námi i hús- gagnasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1968 og hlaut meistararéttindi iþeirri grein 1975. Hann varð fram- kvœmdastjóri Byggingafélags ungs fólks í Kópavogi 1977 og stjórnarformaður 1974 til 1990. Varafullrúi i bœjarstjórn Kópavogs 1974 til 1982 og sat fundi öðru hverju og hefur verið aðalfulltrúi í bœjarstjórninni frá 1982 og löngum átt sœti í bœjarráði. Hann hefitr verið for- maður í skólanefnd og átt sœti í skipulagsnefnd og tómstundaráði ogformaður frœðsluráðs Reykjaness firá 1986. Ennfremur verið varafitlltrúi í stjórn Sam- taka sveitarfélaga á höfuðborgarsvœðinu. Hann er nú forseti bœjarstjórnar Kópavogs. umhverfisfræðsla í elstu árgöngum grunnskólans geti verið verkefni sem unnið er í sameiningu af grunnskólanum og vinnuskólanum. Rétt er að leggja áherslu á að allir nemendur verða að hafa sumarleyfi a.m.k. þrjár til ijórar vikur. Ef reiknað er með sex vikna tímabili sem hver nemandi hefði í vinnuskólanum og hann taki sitt sumarleyfi með ijölskyldunni má reikna með að helmingur nem- enda sé samtímis í vinnuskólanum á þessu tímabili og starfstími hans verði frá 10. júní til 20. ágúst. Fyrir hverja eru vinnuskólar? Allt frá stofnun vinnuskóla hafa sveitarfélögin afmarkað þennan rekstur og í fyrstu náði aldurs- markið niður í 12 ára nemendur, en nú í seinni tíð er skólinn miðaður við 8.-10. bekk grunnskóla. Eftir að framfærsluskylda færðist upp í 18 ár er ljóst að sveitarfélögin verða að afmarka sína stefnu við ný viðiniðunarmörk. Sveitarfélög verða að bjóða upp á afþreyingu fyrir alla sem eru undir 18 ára aldursmörkum og þá er spurningin: á það að vera á vegum vinnuskólans og er það æskilegt að blanda svo ólíkum aldurs- hópurn saman, þ.e. 14-18 ára unglingum? Horfa verður á þessi mál á nýjan leik og gefa öllum sín tækifæri. Yfir vetrarmánuðina gegna fé- lagsmiðstöðvar í grunnskólum þessu hlutverki og félagsstarfið í framhaldsskólum. Á surnrin verða að koma til önnur úrræði ef halda á unglingum frá óæskilegum málum. Eiga sveitarfélögin að halda áfram rekstri vinnuskóla og hver eiga verkefni hans að vera? Þegar rekstur vinnuskóla er skoðaður kemur í ljós að hann gegnir þýðingarmiklu hlutverki fýrir sveitarfélögin. Nemendur hafa reyndar oftar en einu sinni gert athugasemdir við að verkefni vinnu- skóla séu ekki áhugaverð og skipti hvorki þá né sveitarfélögin máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.