Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 78

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 78
492 Fræ&slumál Arnfmnur U. Jónsson skólastjóri: Vinnuskóli Reykjavíkur 50 ára Vinnuskóli Reykjavíkur var formlega stofnaður hinn 4. maí 1951 með samþykkt í bæjarráði Reykjavíkur. Skólinn varð því 50 ára hinn 4. maí sl. og er elsti vinnuskóli í landinu. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði á fundi 30. sept- ember 1950 falið starfshópi sem skipaður var bæj- arverkfræðingi, fræðslufulltrúa, ræktunarráðunaut og einum kennara að fara yfir tilraunir sem gerðar höfðu verið í atvinnumálum unglinga og gera til- lögur um framtíðarskipan mála. Bæjaryfirvöldum var ljóst að efla þurfti þessa starf- semi og koma henni í fastara form. í tillögum nefndarinnar sagði m.a.: „að unglingavinnan, í því formi sem hún hefur verið starfrækt undanfarin þrjú sumur, verði lögð niður, en þess í stað stofnaður vinnuskóli fyrir unglinga“. Frá stofnun Vinnuskólans var svokallaðri vinnu- skólanefnd falin stjórn skólans, en i henni sátu þrír embættismenn, bæjarverkfræðingur, garðyrkju- stjóri og fræðslufulltrúi. Frá 1973 voru tveir full- trúar borgarráðs kosnir til Qögurra ára í senn í nefndina. Henni var breytt í stjórn Vinnuskóla Reykjavíkur við skipulagsbreytingar 1984 og var borgarverkfræðingurinn í Reykjavík formaður hennar. Arið 1995 voru enn gerðar breytingar og þá kosnir í borgarráði þrír fulltrúar i stjórn Vinnu- Amfinnur U. Jónsson er skólastjóri Vinnuskóla Reykja- víkur. Hann erfœddur í Reykjavík og lauk stúdents- próft frá Menntaskólanum i Reykjavík. Hann fékk réttindi sem grunnskólakennari eftir nám m.a. við Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Hann var grunnskólakennari í Reykjavik 1965-1973, yftrkennari 1973-1979 og skólastjóri 1979-1992. Arnfinnur var skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur i hlutastarfi frá 1986 en ráð- inn ifulltstarf við Vinnuskólann 1992. VINNUSKÓLI REYKJAVÍKUR 50ám an skólans og jafnmargir til vara. Borgarverkfræð- ingur og fræðslustjóri, eða fulltrúar þeirra, eiga seturétt á fundum stjórnarinnar. Frá upphafi til ársins 1967 áttu 13-15 ára piltar og 14-15 ára stúlkur rétt til skólavistar. Piltar gátu því byrjað ári fyrr en stúlkur. Þessi mismunur var afnuminn 1967 og þá miðað við nemendur úr 1. og 2. bekk gagnfræðaskóla, síðar 8. og 9. bekk grunn- skóla. Frá 1996 hafa nemendur úr 10. bekk líka verið teknir í Vinnuskólann, sem nú þjónar þremur árgöngum, þ.e. nemendum sem setið hafa veturinn áður í 8., 9. eða 10. bekk grunnskóla, þ.e. 14, 15 eða 16 ára. Fyrstu starfsár Vinnuskóla Reykjavíkur hófst sumarstarfið urn 20. maí og lauk ekki fyrr en um 20. september. í ársskýrslu fyrir árið 1954 segir t.d. frá því að dagana 4.-18. september hafi 2-3 flokkar starfað við að taka upp kartöflur úr görðum sem aðrir unglingar höfðu sett niður í síðast í mai. Þetta breyttist fljótlega með breytingum á skólaár- inu þegar unglingarnir byrjuðu í skóla eftir sumar- hlé 1. september i stað 1. október. Lengst af hefur starfstiminn verið júní- og júlímánuðir en nokkrir flokkar verið við störf fyrstu vikuna í ágúst. Vinnuvika pilta var í byrjun 42 stundir en stúlkna 36 stundir. Arið 1968 var mikið atvinnuleysi og rnikil fjölgun í skólanum og var þá vinnuvikan stytt í 20 stundir fyrir bæði kynin. Frá 1971 fengu yngri nemendurnir 20 stunda vinnuviku en þeir eldri 40 stundir. Nú vinna nemendur úr 8. bekk 3,5 tíma á dag eða 17,5 stundir á viku en nemendur úr 9. og 10. bekk 7 tíma á dag eða 35 tima á viku. Allir árgangarnir geta verið samtals 6 vikur við störf að sumrinu. Þessi tími, bæði daglegur vinnu- tími og heildarstarfstími sumarsins, er í góðu sam- ræmi við reglur ESB um vinnu barna og ungmenna og islensk lög og reglugerðir um sama efni. Lengi vel voru laun unglinganna miðuð við ákveðið hlutfall af almennum launum verkalýðsfé- lagsins Dagsbrúnar og á tímabili 90% af unglinga- töxtum félagsins. Launin í Vinnuskólanum voru
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.