Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 94

Sveitarstjórnarmál - 01.12.2001, Síða 94
Umhverfismál Ragnhildur Sigurðardóttir verkefnisstjóri: Átaksverkefiiið Fegurri sveitir Verkefnið Fegurri sveitir er á vegum landbúnað- arráðuneytisins. í framkvæmdanefnd þess eiga sæti fulltrúar frá landbúnaðarráðuneyti, Bændasam- tökum íslands, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kvenfélagasambandi íslands og umhverfisráðu- neyti. Fegurri sveitir er átaksverkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Víða er verið að vinna gott starf og það ber að kynna, öðrum til eftir- breytni. Með kynningu, fræðslu og skipulagningu má hvetja rnenn til dáða, auðvelda þeim verkin og ná niður kostnaði við framkvæmdir. íslenskar sveitir eru vissulega fagrar og dreifbýlisbúar jafnt sem þéttbýlisbúar hafa tekið vel við sér síðustu ár í takt við breyttar áherslur í umhverfismálum á nýrri öld. Ásýnd sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðssetningu landbún- aðarafurða og hefur án efa áhrif á sjálfsvirðingu og líðan ábúenda. Víða er verið að vinna gott starf til þess að bæta það sem þarf að laga. En það er við ákveðinn for- tíðarvanda að etja og oft er dýrt að taka til í sveitum vegna flutningskostnaðar. Þeim mun mik- ilvægara er að skipuleggja aðgerðir vel. Það er lyk- ilatriði að dreifbýlisbúar fái góða þjónustu á sviði umhverfismála, t.d. að það séu greiðar förgunar- leiðir fyrir það sem menn þurfa að losna við. Mik- ilvægt er að fá sem flesta til að vera með í verkefn- Greinarhöfundur, Ragnhildur Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Fegurri sveita, er bóndi á Álftavatni i Staðarsveit. Hún er með mastersgráðu í umhverfisstjómunarfrœði frá Landbúnaðarháskólanum í Noregi og er lektor við Landbúmaðarháskólann á Hvanneyri. inu; sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og félagasam- tök. Góð samvinna er lykilatriði, þannig að vel tak- ist til með þetta stóra verkefni. Margt hefur breyst, og er að breytast, i umhverfismálum á íslandi. Sem dærni rná nefna hertar kröfur um frárennsli og um gæði og öryggi neysluvatns. Hlutaðeigendur þurfa að þekkja gildandi lög og reglur og leiðir til að ná að uppfylla þær. Þetta á ekki aðeins við um bændur heldur falla allar sveitir landsins undir verkefnið. Þannig hafa nokkur sveitarfélög tengt eyðibýli, iðnaðarhverfi og/eða hesthúsabyggð við aðgerðir sínar. Framkvæmdir Sem dæmi um framkvæmdir má nefna að: • mála hús og mannvirki. • endurreisa/halda við gömlum mannvirkjum sem hafa verndargildi. • rífa ónýt og/eða hálffallin mannvirki sem engin menningarverðmæti eru í. • fjarlægja ónýtar vélar og annað brotajárn eða koma því fyrir á snyrtilegan hátt. • íjarlægja ónýtar girðingar. • hreinsa ijörur, ár og vötn. • safna rúlluplasti, áburðarpokum o.fl. þ.h., pressa það saman og farga því á viðeigandi hátt. • merkja kennileiti, s.s. göngustíga, heimreiðar, eyðibýli o.fl. • bera möl í plön og slóða. • ganga rétt frá vatnsbólum. Allir þátttakendur eiga það sammerkt að hafa tekið fegrun sveita á dagskrá og eru byrjaðir að vinna að markmiðum verkefnisins. Sveitarfélögin eru helstu „vinnueiningar“ verkefnisins, enda það stjórnsýslustig sem næst er íbúunum. Yfirvöld á hverjum stað og nefndir á þeirra vegum stjórna því sjálf með hvaða hætti þau nýta sér verkefnið. Þótt þetta kunni að virka ómarkvisst er þessi sveigjan- leiki forsenda þess að ná árangri. Engin tvö sveit- arfélög eru eins og þarfirnar eru því misjafnar. Sveitarfélög hafa farið yfir þá þjónustu sem þau veita íbúum sínum á sviði umhverfismála og metið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.