Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 16

Milli mála - 01.01.2011, Blaðsíða 16
16 Hvað felst í því að taka ekki þátt í leiknum? Svarið er einfalt, segir Camus, hann neitar að segja ósatt. Að segja ósatt er ekki einungis að segja það sem ekki er, það er líka, og enn fremur, að segja meira en það sem er og þegar maðurinn á í hlut, meira en við finnum. Það gerum við öll, alla daga, til að einfalda lífið. Meursault vill ekki einfalda lífið, þótt halda mætti hið gagnstæða. Hann talar hreint út, neitar að fela tilfinningar sínar og umsvifalaust finnst samfélaginu hann ógna sér.14 Camus bætir svo við: „Það væri því ekki fjarri lagi að lesa Útlend- inginn eins og sögu um mann sem án nokkurs hetjuskapar fellst á að deyja fyrir sannleikann.“15 Sá sannleikur er ekki morðið á arabanum, sem bindur þó enda á hversdagslega tilveru Meursault og líf hans, heldur viðhorf hans til ýmissa þátta tilverunnar. Þegar Meursault er spurður hvort hann vilji sjá móður sína áður en hún verður jörðuð neitar hann án þess að vita hvers vegna. Þegar Marie spyr hvort hann elski hana segir hann að það hafi enga merk- ingu og að öllum líkindum elski hann hana ekki; þegar hún spyr hvort hann vilji giftast henni er honum sama. Við réttarhöldin er hann spurður hvort hann sjái eftir því að hafa drepið arabann og hann svarar að honum finnist það frekar leiðinlegt en að hann iðrist þess. Það felst ákveðin kaldhæðni í því að deyja fyrir sannleika af þessu tagi og því er freistandi að leysa upp nafn söguhetjunnar og lesa úr því meurs sot (‘deyðu heimskur’) sem hljómar eins í frönsku. Við það fær Meursault kómískt yfirbragð og þótt fáum stökkvi bros við lestur Útlendingsins má hafa í huga orð höfundarins þegar hann var spurður árið 1959 hvort þeim sem fjölluðu um verk hans hefði sést yfir eitthvert þema sem væri mikilvægt í hans augum: „Húmorinn“, svaraði Camus.16 Í riti sínu In Search of Authenticity túlkar Jacob Golomb svar Camus á þann veg að hér eigi höfundur við kaldhæðni eða íroníu og vissulega er nóg af henni í Útlendingnum.17 14 Sama rit, bls. 215. 15 Sama rit, bls. 216. 16 Three Interviews, í Albert Camus, Lyrical and Critical Essays, ritstj. Philip Thody, New York: Vintage Books, 1970, bls. 345–365, hér bls. 362. 17 Jacob Golomb, In Search of Authenticity. From Kierkegaard to Camus, London og New York: Routledge, 1995, bls. 181. ÚTLENDINGUR OG ÓVITI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.