Milli mála - 01.01.2011, Qupperneq 32
32
Að SKYGGNAST Í SKÚMASKOTIN
ráðandi hugmyndir samtímans um Kostaríku sem heimkynni
hvítra afkomenda Evrópumanna fyrst og fremst séu misvísandi og
feli í sér ofureinföldun. Hún leggur áherslu á að í aldanna rás hefði
þessi ímynd, í takt við það sem gerst hefur annars staðar, átt að
verða æ margræðari – og allt annað en einföld.5 Athygli hennar
beinist að Karíbahafsströnd heimalandsins, en um Karíbahafssvæðið
hefur kúbverska ljóðskáldið Nancy Morejón sagt:
Til er skip sem er á samfelldri siglingu um Karíbahafið. Það fer ekki
einungis milli fjarlægra eyja heldur kemur einnig við á fastalandinu.
Ferðir þess stuðla að útbreiðslu menningarsamfélags sem er á stöðugri
hreyfingu. Þetta samfélag er forstofa Ameríku sem við erum smám saman
að eignast meiri hlutdeild í. Þetta skip, hvort heldur stórt eða lítið, siglir
seglum þöndum á úthafi bókmenntanna sem við höfum verið að skapa.6
Ítalska fræðikonan María Rita Corticelli fjallar í bók sinni El Caribe
Universa um sögu og byggðaþróun svæðisins og hlutverk bók-
mennta við ímyndarsköpun.7 Hún rekur íbúasögu þessarar „forstofu
álfunn ar“ og gerir nútímasamfélög í þessum heimshluta að sérstöku
um tals efni. Hún beinir sjónum að hinum enskumælandi Jamaíku
og Belís, að Haíti þar sem töluð er franska, og Kúbu og Dóminíska
lýðveld inu þar sem spænska er töluð. Hún fjallar um Karíbahafs-
strönd Mið-Ameríku þar sem bri-bri indíánar byggja Talamanca-
strönd Kostaríku ásamt enskumælandi íbúum í borginni Limón og
nágrenni. Í norðri er að finna enskumælandi íbúa bæði á Maís-eyju,
í borginni Bluefields í Níkaragva og á eyjunum undan ströndum
Hondúras. Miskító-indíánar deila Karíbahafsströnd Hondúras og
5 Í Kostaríku búa rúmlega 4,5 milljónir manna, meira en helmingur á höfuðborgarsvæðinu og í
nágrenni. 94% íbúanna eru hvítir menn eða kynblendingar, 3% eru af afrískum uppruna og búa
einkum á Karíbahafsströndinni, indíánar eru 1%, Kínverjar 1% og aðrir kynþættir 1%. Réttinda-
samök minnihlutahópa hafa gagnrýnt þessar tölur og halda því fram að allt að 12% íbúa landsins
teljist til ýmissa minnihlutahópa, http://www.nationsonline.org/oneworld/;http://www.inec.go.cr/
Web/Home/pagPrincipal.aspx [sótt 16. desember 2011].
6 „Hay un barco que boga siempre por las aguas del Mar Caribe, atravesando no sólo la cuenca de
las islas sino los territorios de Tierra Firme para en su conjunto componer una enorme civilización
en movimiento perpetuo, sentada a las puertas de una América cada vez más nuestra. Ese barco,
grande o pequeño, al azar de los vientos que soplen, se mueve ahora en el múltiple mar de las
literaturas que hemos ido creando.“ Nancy Morejón, Anales del Caribe, Havana: Casa de las
Américas, 2006, bls. 7. Allar tilvitnanir í greininni eru þýddar af greinarhöfundi.
7 María Rita Corticelli, El Caribe Universal: La obra de Antonio Benitez Rojo, Berlin: Peter Lang Forlag,
2006.